25.10.2008 | 22:48
Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Enn eru mótmælin í Reykjavík auglýst gegn einum manni. Sumir ætla aldrei að læra neitt. Fannst samt kostulegast að sjá Jón Baldvin Hannibalsson í hlutverk uppreisnarleiðtoga á gamals aldri. Var hann að mótmæla yfirstjórn Seðlabankans eða ríkisstjórninni í ræðu sinni? Varaformaður bankaráðs Seðlabankans og formaður Fjármálaeftirlitsins, sem svaf mest á verðinum, er einn nánasti samstarfsmaður Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum, Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra. Vill hann að Jón axli þá einhverja ábyrgð og segi af sér?
Vill hann að Samfylkingin hrökklist úr ríkisstjórn fyrir að gera ekkert alla þessa mánuði sem hún hefur verið í ríkisstjórn og verið með ráðherra bankamála, sjálfan viðskiptaráðherra, á slíkum örlagatímum? Samfylkingin getur ekki firrt sig ábyrgð og bent á einn mann í Seðlabankanum þegar hún hefur haft svo mikil völd og leitt mál, einkum úr viðskiptaráðuneytinu og ætti að vera vakandi. En kannski talar Jón Baldvin bara til Jóns Sigurðssonar, efnahagsarkitekts Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.
En Jón Baldvin er lélegur uppreisnarleiðtogi, þykir mér. Er þetta ekki maðurinn sem keyrði í gegn EES-samninginn sem gerir það að verkum að þjóðin þarf væntanlega að borga fyrir Icesave-reikningana víða í Evrópu? Held að hann ætti að fara heim og leggja sig - oft er vont að kasta grjóti úr glerhúsi.
Þögn ráðamanna mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Ég segi bara eitt,.....ég er þér fullkomlega sammála og skoðun mín á Jóni Baldvini gjörsamlega tók U-beygju við þetta.
Held að dóttir hans hafi gert honum óleik með að draga hann með í þetta.
Steini Thorst, 25.10.2008 kl. 23:24
en hvar værum við án EES? Enn með verðlagsráð?
Brjánn Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 23:31
Brjánn,....ég var eiginlega að taka undir þetta með mótmælandann Jón Baldvin. Og held að þessari færslu sé ekki beint gegn EES.
Steini Thorst, 25.10.2008 kl. 23:54
EES er gott fyrir Ísland, flestir eru sammála um það í dag.
En Jón Baldvin er og hefur alltaf verið flautuþyrill. Hann hefur aldrei getað fyrirgefið Davíð fyrir að vilja ekki endurnýja stjórnarsamstarfið ´95. Davíð sá að honum var ekki treystandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2008 kl. 23:56
Jón Baldvin er ekki bara arkitektinn á bak við EES-aðild Íslands -- og þar með stóran hluta yfirstandandi vandamála -- heldur skilst mér að hann sé einnig arkitektinn á bak við þessi klofningsmótmæli og misvísandi upplýsingar um tímasetningu, sem drógu mjög úr mótmælunum í dag. Eða, svo er sagt. Þessi vísvitaði klofningur var lúalegur og ég átta mig ekki á því hvað feðginunum gekk til. Sagt er (óstaðfest) að nýr jafnaðarmannaflokkur sé á prjónunum.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 00:02
Að kenna Jóni Baldvin um ófarir okkar á forsendum þess að hann beitti sér fyrir EES samningnum sem opnaði leið okkar út á hinn fjölþjóðlega peningamarkað, er svona álíka rökvísi einsog að kenna Ditlev Thomsen sem fyrstur flutti bifreið til landsins um sérhvert bílslys á Íslandi þaðan í frá!
Man heldur ekki betur en Jón Baldvin hafi alltaf haldið fram að í ljósi þess að við hefðum sagt A, með EES aðild þá væri okkur nauðsynlegt sem fyrst að segja B með EB aðild,enda álit málsmetandi manna að þá hefðum við staðið fárið af okkur.
Kristján H Theódórsson, 26.10.2008 kl. 00:09
Er ekki heiðarlegra, Stefán, að benda að á þá sem stjórnað hafa efnahagsmálunum síðasta áratuginn en að benda á viðskiptaráðherra sem settist í stólinn í fyrra? Viltu virkilega hengja Björgvin fyrir að hafa ekki bjargað því hruni sem nýfrjálshyggjan leiddi okkur út í?
Líttu þér nær! Sjáflstæðismenn ættu allra manna helst að forðast grjótkast um þessar mundir.
Baldur G. (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:40
Ég kannast ekki við það að mótmælin á tröppum Ráðherrabústaðarins hafi verið auglýst gegn einum manni. Mér er kunnugt um að þeir sem stóðu fyrir kyndilgöngunni hafi ákveðið að gera það ekki og hafa engin spjöld en þeir gátu ekki meinað einstaklingum um að hafa uppi spjöld frekar en hægt meina það nokkrum manni á almannafæri nema spjöldin fari í bága við almenn velsæmi.
Hvað pólitík varðaði var ádrepa Jóns Baldvins í Silfri Egils og á tröppum Ráðherrabústaðarins á þá sem ráðið hafa peningamálastefnu þjóðarinnar síðustu ár. Fyrir henni hafa staðið þrír flokkar, fyrst Sjálfstæðisflokku og Framsóknarflokkur og nú síðustu 16 mánuði Samfylkingin með Sjálfstæðisflokknum.
Ómar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 00:42
Sælir piltar,
já, vitið þið, ég verð að játa það að ég er ekki alveg að skilja hvað Jón Baldvin er að fara. Það virðast a.m.k. skjóta upp í kollinum allmargar þversagnir í þessu öllu saman. Rétt er það, að hinn eflaust ágæti maður, Jón Sigurðsson er formaður FME og hlýtur þar með að bera töluverða ábyrgð. Umræddur Jón er einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans og hlýtur sem slíkur að bera ábyrgð á stefnu bankans. Eins og segir á vef Seðlabankans: "Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum.". Af því hlýtur að mega álykta sem svo að bankaráðið beri einnig ábyrgð á ákvörðunum bankastjórnar Seðlabankans. Ef menn innan bankaráðsins telja að um mistök hafi átt sér stað, þá hljóta þeir hinir sömu, eins og títtnefndur Jón Sigurðsson að segja af sér. Svo einfalt er það og fordæmi fyrir því af hálfu Samfylkingarinnar. Er það ekki nokkuð rökrétt annars? Ef mótmælin eiga að beinast einungis gegn einni persónu, þá hljóta slík mótmæli að dæma sig alveg sjálf. Annars tók ég saman á heimasíðunni minni, sum af þessum rökum fyrir afsögn Davíðs og tel mig hafa hrakið þau. Ef einhver telur rök þar ekki standast, þá vinsamlegast bentu á það. Væri mjög þakklátur með það. Eftir þá yfirlegu, hef ég annars enn minni trú á þessum mótmælum (ekki voru þau þó mikil fyrir) og hvað þá ef þau boða “nýja tíma”, þá er ég mjög hræddur um að við eigum alls ekkert betri tíma framundan, heldur þvert á móti. Hvernig væri nú að Jón Baldvin myndi svara þessu, þannig að maður geti hætt að velkjast jafn mikið í vafa um hvað honum gangi til, sem og hvort hann telji sig bera einhverja ábyrgð á stöðunni í dag. Er hann og fleiri sem taka þátt í þessum mótmælum kannski að reyna að kljúfa Samfylkinguna með einhverjum hætti, með óbeinum árásum á Jón Sigurðsson og með yfirskriftinni “rjúfum þögnina”? Þar sem Samfylkingin er í ríkisstjórn, hljóta þessi tilmæli að eiga jafn vel við báða ríkisstjórnarflokkana eða hvað? Vinsamlegast reynið að leiða mig betur í allan sannleika um þetta allt saman...
Góðar kveðjur,
Rýnir, 26.10.2008 kl. 00:53
Alveg finnst mér út í hött þegar fólk heldur því fram að Íslendingar stæðu betur gagnvart kreppunni ef við værum í ESB.
Ég heyrði í kuningja mínum í Danmörku í dag og þar heyrist kvíslað manna á meðal að Danir séu að íhuga að biðja um aðstoð frá IFM. Að þeir séu síst betur staddir en Íslendingar. Ekki er Davíð Oddsson né íslenska krónan að plaga þá.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 04:38
Eins og fyrri daginn er ekki við öðru að búast en að lukkuriddarar kratanna hafi ráð við vandamáli hverju. Ekki svo að skilja að vér Sjálfstæðismenn getum fyrrt okkur ábyrgð í því óveðri sem gengur yfir efnahag lansdmenn allra. Fyrir liggur að spegilmynd efnahags landsins, íslenske krónan, fær ekki staðist ólgusjó núverandi, fyrrverandi eða verðandi samskipti á alþjóðlegum markaði og því einsýnt að krónunni verði að skipta út fyrir gjaldmiðil sem á sér haldreipi í stærra efnahagsumumdæmi. Hver sá gjaldmiðill verður veltur á því hvernig ráðamen, og þjóðin í sameiningu, vill bera sig að í efnahagslegu tilliti við umheiminn. Evrópubandalangid hefur gefið það skýrt til kynna að án inngöngu sé evran ekki gjaldgeng hér. Hins vegan gætu aðrir gjaldmiðlar komið til geina, hvort heldur sé átt við dollara eða eitthvað annað sem nýtur trausts á alþjóðlegum mörkuðum. Í því tilliti er mest um vert að valinn sé gjaldiðill sem spegli sem best íslenskan veruleika, ef það er á nokkurn máta mögulegt. En með því að taka upp erlendan gjaldmiðil hefur eftir sem áður endurbættur seðlabanki ýmsar aðrar leiðir til þess að takast á við efnahagslegar sveiflur hér á landi, sem m.a. fela í sér að ekki sé farin leið atvinnuleysis í flóknu gangverki við stjórn efnahagsmála. En íslenskur veruleiki er ekki þess umkominn að beita slíku efnahagstæki, líkt og þekkt er í bandalagi Evrópuþjóða.
Lærdómar næstu missera munu, ef nokkuð má læra af reynslunni, fela m.a. í sér hugmyndafræði sem tekst á við afskipti hins opinbera á fleiri sviðum en til langframa æskilegt má telja. Í sinni verstu mynd kann að verða til umhverfi sem kallar eftir ríkisafskiptum af því sem tagi sem greiddi götu þjóðernsinssósíalismans, ekki ósvipað og varð á dögum kreppunnar miklu á fjórða áratug síðustu aldar, þó svo að lausnir af því tagi muni eiga erfitt uppdráttar á okkar dögum.
Menn mega ekki gleyma hve vont var að ríkið stæði í reksti banki og því ríður á að um starfsem þeirra verði setti rammar sem annars vegar tryggi að það sem kalla mætti "tilhlýðilega íhaldssemi" verði undirliggjandi hugmyndafræði að baka starfseminni en jafnframt að markaðsleg sjónarmeð ráði för. Án þess verður erfitt að einkavæða bankana á ný, að þessu sinni undir hatti einstaklinga sem eru nú reynslunni ríkari - að ekki sé talað um innan ramma regluverks sem veitir þeim tilhýðilegt aðhald.
Ólafur Als, 26.10.2008 kl. 05:10
Tek undir allt sem þú segir um þessi mótmæli.
Það er ömurlegt að horfa upp á ATHYGLISSJÚKT fólk eins og Jón Baldvin,Kolfinnu dóttir hans svo og Ómar Ragnarson þetta lið á að skammast sín og halda sig heima hjá sér og að flagga manneskju eins og Arnþrúði Karlsdóttur sem ekkert mark er á takandi frekar enn þeim þá fyrst skeit nú líkið.
Stefán Sig.Stef, 26.10.2008 kl. 08:54
Ég hef ekki enn sé frétt um fjölmenn mótmæli fyrir framan ættaróðal Björgúlfsfeðga. Á litli Bjögginn peninga eða á hann bara skuldir eins og hann reynir að telja fólki trú um? Ef hann á peninga og flytur þá ekki ALLA heim til Íslands nú þegar á að lýsa hann útlægan skógsmann. Þeir peningar sem þessir Björgúlfsfeðgar eru skráðir fyrir eru okkar peningar. Fríkirkjuvegur 11 er okkar hús. Opnið það strax og gerið það að félagsmiðstöð fyrir fólk sem vill hittast, styðja hvert annað í vandræðum sínum og ræða framtíðina.
Vilhelmina af Ugglas, 26.10.2008 kl. 09:09
Ad ætla ad kenna Jóni Baldvini og EES samningnum um ástandid er svo hlægilegt ad ég skammast mín eiginlega fyrir ad vera ad svara tessari vitleysu. En tad tarf stundum ad beita aumkunarlegum brögdum tegar menn eru komnir upp ad vegg.
Ég bendi á eftirfarandi af bloggi Marinós G. Njálssonar:
"Ef maður skoðar lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, þá kemur dálítið forvitnilegt í ljós. Lögunum var breytt með lögum nr. 108/2006 dagsett 14. júní 2006 (sjá greinar 92 - 94) og inn í þau bætt heimild fyrir aðild erlendra útibúa innlendra fjármálafyrirtækja. Það kemur sem sagt ekki bara í ljós að ríkisstjórnin átti að vita af ábyrgð sjóðsins gagnvart icesave, hún heimilaði það og hreinlega hvatti til þess. Það þýðir ekkert fyrir menn að segja "þetta bara gerðist", þar sem þetta gerðist með vilja og vitund síðustu ríkisstjórnar! Ríkisstjórnin opnaði hliðið fyrir Landsbankann að setja á fót icesave með lögum nr. 108/2006. Það var greinilegt að menn hugsuðu ekkert út í hvað þeir voru að leyfa."
Aftur á móti er hárrétt athugad ad yfirmenn Fjármálaeftirlitsins, tar med talinn Jón Sigurdsson, eiga algerlega ad sæta ábyrgd á sinni vanrækslu í málinu.
Elfa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:19
Ég held að þú ættir frekar að blogga um nýjustu skoðanakönnun en sletta drulluköku á frænda.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:49
Seðlabankinn er í raun gjaldþrota og krónan er ekki lengur til.
Þær krónur sem eru í umferð á Íslandi eru ekki meira virði en matardorpeningar.
Mótmæli gegn valdaklíkunni sem orsakaði þetta hrun eru höfð að háði og spotti af ríkisfjölmiðlunum.
Mafíuforinginn Davíð Oddsson situr sem fastast í brunarústunum og gefur út tilskipanir gegnum leppstjórn sína að þegnarnir eigi að snúa bökum saman og halda kjafti.
Margir íslenskir gáfumenn kyssa svipu mafíuforingjans til að tryggja sér salt í grautinn.
Þeir vitna í gríð og erg um að hrunið sé öllum eða engum að kenna og enginn sé sekur um neitt nema þá illmennin Gordon Brown og Darling.
Hinn mikli "Foringi" er óskeikull og hann "varaði við hættunni" en enginn hlustaði á hann.
Íslendingar verða núna að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu og endurreisa lýðveldið.
Ef þessi spillta klíka fer ekki frá með góðu, verður að setja á stofn útlagastjórn í einhverju nágrannalandi Íslands og fá aðstoð vinveittra þjóða til að frelsa landið.
Á næstu mánuðum munu þúsundir Íslendinga verða að flýja land vegna efnahagsþrenginga.
Það mun þannig verða nægur liðsafli til að leggja sjálfstæðisbaráttunni lið frá erlendri grund.
Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!
"Vér mótmælum allir“
þjóðfundur þann 9. ágúst árið 1851
Sjá slóð; http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir&oldid=528826
RagnarA (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.