Fólkið með skelfingarsvipinn í bönkunum

Ef eitthvað er vitað í þessu bankaráni er það að útibúum fækkar og starfsfólki bankanna fækkar. Þetta eru erfiðar breytingar fyrir marga sem hafa starfað jafnvel áratugum saman, en ég veit um nokkrar konur sem eiga mjög langan starfsaldur að baki. Þær fjúka í bankakreppunni og eiga erfitt með að fá eitthvað annað að gera.

Annars er hálf raunalegt að koma í bankana eftir að þeir hrundu. Andlit bankanna eru oftast konurnar í gjaldkerastöðunum og sem þjónustufulltrúar. Fyrstu vikuna beindu allir reiði sinni þangað og réðust að röngum aðilum. Spilað var með þetta fólk eins og landsmenn alla og komið illa fram við það. Þangað á ekki að beina reiðinni.

Skelfingarsvipur þeirra sem fronta bankana í útibúunum og tala við almenning er sennilega enn nokkuð mikill. Óvissan er enn mjög mikil og óljóst hvernig fer að lokum. Þessu fólki hlýtur að líða illa eftir að því var sagt að ráðleggja fólki eitthvað sem reyndist rangt.

mbl.is Landsbanka lokað í Smáralindinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

""And he to me, "This miserable measure the wretched souls maintain of those who lived without infamy and without praise. Mingled are they with that caitiff choir of the angels, who were not rebels, nor were faithful to God, but were for themselves. The heavens chased them out in order to be not less beautiful, nor doth the depth of Hell receive them, because the damned would have some glory from them." "(Inferno, Dante).

Bjarni G. P. Hjarðar, 26.10.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband