Fer Valgerður í mótframboð gegn Guðna?

Mér finnst ályktun framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um ESB vera skýr skilaboð frá Valgerði Sverrisdóttur og stuðningsmönnum hennar um að hún fari í mótframboð gegn Guðna Ágústssyni á næsta flokksþingi. Hef grunað það um nokkuð skeið að Valgerður fari fram þar, enda sé hún leiðtogi Halldórsarmsins innan flokksins, sem hefur í raun aldrei sætt sig við að Guðni sé formaður flokksins. Þessi armur er augljóslega orðinn langþreyttur með forystu Guðna.

Mér finnst stefna í mikið uppgjör í Framsóknarflokknum. Kannski hefur það verið augljóst allt frá því Jón Sigurðsson varð að fara úr pólitík og Guðni varð formaður án þess að hljóta kjör á flokksþingi. Staða Framsóknarflokksins í könnunum er líka áhyggjuefni fyrir þann kjarna sem enn starfar í flokknum.

Valgerður er augljóslega að undirbúa sína atlögu og hún mun hafa mörg sóknarfæri. Eitt mun kannski veikja hana, en hún var viðskiptaráðherra útrásartímanna og mjög áberandi í lofræðunni fyrir útrásarvíkingana og einkavæddi bankana í sinni ráðherratíð.

En sennilega hefur Framsókn engan kost betri en Valgerður. Hún er hörkutól sem flokkurinn þarf á að halda til að endurheimta hina fornu frægð, eða í það minnsta það besta sem flokkurinn á í stöðunni. Hann er í útrýmingarhættu nú.

mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gersamlega ósammála þeim orðum þínum, Stefán, að Framsókn hafi "engan kost betri en Valgerði". Það er illur kostur Framsóknarflokks að selja sig undir æðstu stjórn manneskju, sem vill láta innlima land sitt í Evrópubandalagið sem stefnir að því markvisst að verða yfirríki með víðtækum valdheimildum, eigin her, forseta, stjórnarskrá, fána og sameiginlegum rétti til nýtingar allra auðlinda. Ég vona, að þú sért ekki orðinn veikur fyrir landsöluhugmyndinni.

Þar að auki ber að bera á, að meirihluti óbreyttra Framsóknarmanna hefur aldrei gefið í skyn, að hann vilji elta áttavillta Samfylkinguna í þessu máli. Sú áberandi hjárænustefna –– jafnvel þótt sett sé í hræsnisfullan búning 'athugunar málanna' –– er greinilega ekki að skila Framsóknarflokki fylgi um þessar stundir, þegar vinstrimenn (án Framsóknar) eru komnir með yfirgnæfandi meiri hluta í snýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 28% og Framsókn 7%.

Svo vísa ég þér og þínum á grein mína Örugglega ekki samhljóða ályktun; endimarkið líkast til andstætt vilja meirihluta Framsóknarmanna – og á brag minn þar!

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 27.10.2008 kl. 05:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er maður þér  ósammala Stefán Friðrik,hvernig fór fyrir Halldóri sem var á þessu róli eins og Valgerður,nei þessi nálgun á ESB er ekki þ.eim til framdráttar,Guðni er mikið meira foringjaefni og vill skoða Þetta með með því hvað við fáum en ekki bara inn á skilyrða sem við getum ekki samþykt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.10.2008 kl. 07:59

3 identicon

Formannskosningar í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, næst, verða jafnframt kosningar um evrópustefnu flokkana.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er búið að stefna í þetta uppgjör í þónokkurn tíma. Ef skoðanakannanir eru skoðaðar þá má öllum vera ljóst að Guðni er ekkert að gera fyrir fylgi flokksins.

Óðinn Þórisson, 27.10.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Held með Valgerði - Framsóknarflokkurinn hefði að vísu stækkað ef að Siv hefði orðið formaður 2006.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband