Af hverju sagði Björgólfur Thor þetta ekki fyrr?

Orð er á móti orði í fullyrðingum Seðlabankans og Björgólfs Thors. Sá síðarnefndi gefur reyndar margt í skyn og virðist reyna að firra sig allri ábyrgð á stöðunni og koma sér í englaklæði til að mæta þjóðinni. Ég spyr þó; af hverju sagði Björgólfur Thor þetta ekki strax? Hvers vegna kom hann sér ekki í fjölmiðla með þessar upplýsingar þegar Landsbankinn var tekinn yfir af ríkinu og þegar milliríkjadeilan við Breta hófst?

Nóg tækifærin hafði hann. Hefði meira að segja getað sagt þetta í Morgunblaðinu, blaði sem faðir hans á stóran hlut í? Finnst þetta ekki sannfærandi. Er viss um að þetta hefði verið upplýst miklu fyrr ef þetta væri satt. Of langur tími er liðinn frá atburðarásinni og mjög margt gert. Hvers vegna þögðu feðgarnir og létu ekki sjá sig ef þeir höfðu þetta tromp á hendi?

Hitt er svo annað mál að ég tek ekki mark á orði af því sem kemur frá útrásarvíkingunum núna. Þeir hafa blaðrað nóga fjandans vitleysu í þessa þjóð.


mbl.is Seðlabanki andmælir Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er hann ekki bara rétt að ná sér núna eftir allt fylleríið?

hann hefur bara ekki munað eftir þessu fyrr 

Brjánn Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Einn er sá maður sem mætti leita meira til, Benedikt Jóhannesson, en ein frægasta setning sem við hann er kennd í bókinni "Laxaveislan mikla" (eftir HH) er að "menn eigi ekki að kaupa sér tap", sem er útlegging á þeirri heimsfrægu setningu að "ekki eigi að henda góðum peningum á eftir vondum".

Að láta Björgólf hafa eitt pund í stöðunni kom ALDREI TIL ÁLITA, alveg sama hversu mikill gúru hann er.

Bjarni G. P. Hjarðar, 27.10.2008 kl. 17:45

3 identicon

Ekki trúi ég neinu sem þeir segja þessir menn og þeir hefðu strax svarað ef rétt væri. Það þarf alltaf að hugsa sig vel og lengi um ef maður ætlar að ljúgja og það held ég að yngri Bjögginn sé að gera. Það er einmitt gott að segja strákar mínir partýið búið Íslenska þjóðin farin á hausinn

Guðrún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:00

4 identicon

Stjórnmálamenn ljúga og það er þeirra starf, viðskiptafólk lýgur af því að það er þeirra starf, báðir þessir hópar eiga mjög stóran hlut í núverandi ástandi. Af hverju trúiru frekar öðrum heldur en hinum? Sammála bukollabaular að þetta er sami grautur í sömu skál.

Have a nice day

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:45

5 identicon

Sorry, en ég trúi orðum Björgólfs Thors betur en orðum/ákvörðunum Seðlabankans. Hef misst allt traust til ráðherra og stjórnarþingmanna varðandi þetta mál. Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

Nina S (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Af hverju spurði Darling Árna út í loforð Landsbankans um 200 milljónir punda ?

Brynjólfur Bragason, 27.10.2008 kl. 20:26

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef ég skildi rétt þá sagði Björgólfur Thór, að Landsbankinn hafi haft í höndunum háar kröfur (skuldabréf) á Íslendska lífeyrissjóði. Hvernig má það vera að lífeyrissjóðirnir sem eru stærstu fjármagnseigendur landsins, hafi skuldað Landsbankanum háar upphæðir ?

Einnig sagði Björgólfur, að Landsbankinn hafi verið með alþjóðleg verðbréf, sem voru 4-5 sinnum meira virði en það sem þurfti til að blíðka Bretana. Þetta ætlaði bankinn að setja sem veð fyrir láni frá Seðlabanka Íslands. Hvers vegna voru þessi verðbréf ekki boðin Bretska ríkinu milliliðalaust ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband