Er Björgólfsvörnin í Kompási trúverðug?

Dúndurþáttur í Kompási í kvöld - hafði reyndar verið svo vel kynntur að ekki var annað hægt en fylgjast með af áhuga. Veit ekki hvað skal halda eftir þáttinn. Eitthvað er mjög bogið við þetta allt saman en ég trúi ekki öðru en fjölmiðlar landsins fái hið rétta fram og kryfji málið. Fyrst þeim tókst að fá samtalið á milli Darling og Árna Matt ættu þeim að vera allir vegir færir að komast að því hvað sé rétt eða rangt í þessum þætti.

Björgólfsfeðgarnir hefja vörn sína og uppgjör samstillt í fjölmiðlum landsins. Merkilegt er hvað hún hefst samt seint eftir allt sem á undan er gengið og miðað við það sem Björgólfur Thor hefur fram að færa. Eitthvað er enn í þessu sem vantar upp á til að þetta virki trúverðugt og heilsteypt. En kannski er gott að hver og einn tali út og segi sína hlið málsins og svo fari pressan yfir það.

Mér finnst samt mjög undarlegt að Björgólfur Thor, sem á víst nóg af peningum, kom ekki með þessar 200 milljónir punda, eitthvað um 30 milljarða króna, á borðið. Og hvers vegna hafa þeir beðið nær allan mánuðinn með vörn sína ef hún er svona borðleggjandi? Þetta kemur ekki heim og saman.

mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er greinilega mikið vatn órunnið til sjávar og margt á eftir að skýrast betur.

Eftir samtöl mín við samfylkingarmenn yrði ekki hissa þó kosið yrði innan 8 mánaða. 

Sigurður Þórðarson, 28.10.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Gísli Aðalsteinsson

Í dag er erfitt að verða sér út um 200 milljónir punda í lausafé fyrir hádegi á mánudegi. Jafnvel fyrir fólk eða fyrirtæki eins og Landsbankann sem átti miklar eignir. Þess vegna er þetta kallað lausafjárkreppa. Hlutverk Seðlabankans er að koma til aðstoðar við aðstæður sem þessar.

Gísli Aðalsteinsson , 28.10.2008 kl. 09:06

3 identicon

Burtséð frá því hversu trúverðug vörnin er, þá er ekki hægt að beita þeim rökum að maðurinn hafi verið það ríkur að hann hefði átt að geta reddað þessu sjálfur. Einstaklingar eiga yfirleitt ekki ógrynni af lausafé. Það eiga Seðlabankar hinsvegar. Í lausafjárkreppu er erfitt að fá lausafé, nema að láni frá Seðlabankanum.

Ef banki er í vandræðum með lausafé og getur boðið fimmfalt veð fyrir því, og Seðlabankinn er aflögufær á lausafé, hver eru þá rökin til þess að lána þeim ekki fé?

Algjörlega burtséð frá því hversu miklir fávitar Björgólfarnir og hinir eru, þá er það einmitt þetta sem gengur ekki upp. Þetta lyktar af því að þegar hafi verið ákveðið að Landsbankinn yrði tekinn og Kaupþing myndi standa, því það hafði jú verið rætt um það að einungis einn einkarekinn banki stæði eftir, áður en FME tók Landsbankann yfir.

Henrý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nákvæmlega - afhverju lögðu þeir feðgar ekki aurinn fram sjálfir ?

Jón Snæbjörnsson, 28.10.2008 kl. 09:49

5 identicon

Erfitt að segja hverju fólk á að trúa. En í dag trúir maður allavega ekki Seðlabankanum eða ríkkisstjórninni það er alveg klárt mál.

Á þessum heimilum rekur hver skandallinn annan og fólk er orðið uppgefið og búið að fá nóg. Ef Seðlabankastjórar og ráðherrar þessa lands ætla sér að ná trúverðuleika aftur þá stíga þeir til hliðar strax, fá fagfólk til vð vinna þau mál sem þarf nauðsinlega að vinna þessa dagana og boða til kosninga í næsta mánuði ásamt því að kjósa um að hefja aðildarumræð um Evrópusambandið.

Með þessum aðgerðum ávinnum við okkur traust út á við, með núverandi stjórnvöld og núverandi seðlabankastjórum  sökkvum við bara dýpra og dýpra með hverjum deginum og endum á því að drekkja þessari þjóð endanlega.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að Björgólfur verði að koma með óviðvíkandi sannanir um að þetta hafi verið á borðinu því ef þetta er rétt er stjórnin fallin og seðlabankastjórnir á leiðinni út um gluggan

Óðinn Þórisson, 28.10.2008 kl. 09:55

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stórt er spurt.

Björgólfur Thor hefur enn sem komið er ekki orðið uppvís að því að ljúga að þjóðinni.

Geir Haarde hefur undanfarnar vikur logið ítrekað að þjóðinni.

Það hallar á Geir.

Sigurður Ingi Jónsson, 28.10.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband