Hin kalda hönd IMF

Um leið og tilkynnt hafði verið um stýrivaxtahækkun Seðlabankans varð ég var við að sumir vildu ólmir kenna Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, um hækkunina. Sá kór hefur eitthvað dofnað eftir að ljóst varð að þarna var aðeins hin kalda hönd IMF að verki. Átti fólk virkilega ekki von á því að IMF myndi hækka stýrivextina hér á Íslandi? Var fólk svo grænt að halda að aðstoðin að utan væri ekki dýru verði keypt?

Nú virðist sá kór sem talaði um að IMF væri lausnin á öllum vanda eitthvað hafa þagnað. Sumir áttu hreinlega ekki von á þessu, ef marka má skrif og ummæli fólks, t.d. Vilhjálms Egilssonar og fleiri. Of langt mál að telja upp nöfnin. Held að flestir viti hvaða kór þetta var. IMF er ekki þekkt fyrir neitt annað en taka stjórnina og gera hlutina á sínum hraða en ekki annarra. Þetta er fórnarkostnaðurinn.

Svo verður að ráðast hvort þetta er farsæl vegferð sem við erum komin á. IMF hefur nú sína köldu krumlu á samfélaginu og mun sýna okkur vel hver ræður. Þeir munu vera í hnakkadrambinu á okkur um nokkuð skeið, vonandi ekki alltof mörg ár. Þetta verður hörð brotlending, svo verður að ráðast hverjir lifa þessa hreinsun af.

Þessi aðgerð er ekkert annað en hreinsun. Nú verður smúlað út. Þeir sem vilja kenna Davíð um allt sem aflaga fer, meira að segja skipanir að ofan frá IMF sem skipa yfirmönnum Seðlabankans fyrir verkum nú, eiga eftir að átta sig á nýjum veruleika. Þetta eru aðeins skilmálar frá boðvaldinu sem nú ræður för.

mbl.is Erfitt fyrir fólk og fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Depill

http://www.dv.is/frettir/2008/10/28/sogdu-imf-enginn-skilyrdi-setja-um-styrivaxtahaekkun/

Hvað er satt og hvað er lygið, ég held að allir sem stjórna í seðlabanka og ríkisstjórnin hreinlega verði að víka vegna þess að traustið er ekkert, maður veit ekkert hver segir satt og hver ekki.

Depill, 28.10.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er samt fasismi Stebbi! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 17:13

3 identicon

Hárrétt! Á hverju áttu menn von? Vaxtalækkun? Það væri algjörlega þvert á þau meðöl sem IMF hefur beitt til þessa dags. Talsmaður IMF sagði á blaðamannafundi á föstudaginn að það sem framundan væri í efnahagsmálum á Íslandi væri fordæmalaust hjá þeim löndum sem sjóðurinn hefur átt leið um. Það hljóta einhverjir að hafa svitnað undir þeim orðum. Það er búist við að ríkissjóður verði rekinn með yfir 100 milljarða króna halla á næsta ári. IMF krefst þess að ríkissjóður verði orðin hallalaus árið 2012. Það þýðir m.ö.o. að eftir næsta ár muni þurfa að skera niður um 30-40 milljarða á ári í ríkisútgjöldum ef á að uppfylla kröfur IMF! Hvar verður skorið niður? Heilbrigðis- félags- og menntakerfinu enda er þar að finna mestu útgjöldin. Það eru ekki bjartir tímar á Íslandi framundan undir grimmum hrammi IMF

Björn Valur (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:54

4 identicon

Og hverjum er þá um að kenna? Ríkisstjórninni fyrir að hafa tekið AGS (IMF) fagnandi?

Davíð (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hægur drengur minn!!!Geir sagði að þessu fylgdu engar kvaðir!!!! sagði hann satt???/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.10.2008 kl. 19:57

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir-laug, aftur!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband