Færeyingar styðja Íslendinga í kreppunni

Mér þykir vænt um hlýjan hug Færeyinga til okkar Íslendinga. Þeir sýna okkur sannarlega samhug í verki. Hverjum hefði órað fyrir því fyrir nokkrum árum að Færeyingar ættu eftir að veita þjóðinni lán, að til þessa myndi koma? En Færeyingar svosem þekkja vel tilfinninguna sem við upplifum nú. Þeir tóku mikinn skell í upphafi tíunda áratugarins - þá var mikið uppgjör í færeysku samfélagi. Uppbyggingarstarfið var þeim sárt en þeir komust í gegnum það.

Held að við getum um margt lært mikið af Færeyingum hvernig þeir komust í gegnum erfiða tíma, þó kannski séu aðstæðurnar ekki algjörlega eins.

mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þeir köstuðu kvótakerfinu og ákváðu að nýta fiskistofnana með svipuðum hæti og þeir höfðu gert um áratugaskeið.

Það besta sem þeir gerðu væri að aðstoða Íslendinga við að taka við að taka upp færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Sigurjón Þórðarson, 28.10.2008 kl. 18:37

2 identicon

Ég er svo sammála þér Stefán.  Ég bý hérna í Færeyjum, og þetta ástand er mikið rætt hérna. Ein vinkona mín sem hefur búið hérna alla ævi var einmitt að rifja upp þetta ástand sem var hér á árum áður.  Hún minntist þess sérstaklega að allir reikningar voru settir í skúffu, og einu sinni í mánuði var skúffan opnuð, augum lokað og tveir reikningar teknir upp og greiddir. Those were the lucky ones  segir hún með sorgarsvip. En svo brosir hún og segir að nú sé öldin önnur, og að hún sé fegin því að hafa farið í gegnum þennann pakka.

Hún segir það að þetta hafi verið dýrmæt reynsla, og að hún viti það í dag, að maður sveltir ekki börnin sín fyrir reikninga.  Þes vegna hefði skipt svo miklu máli að þeir sem voru lánadrottnar, voru líka sveiganlegir.  Þeir sem ekki fengu borgað þennann mánuð, urðu kanski heppnir næsta mánuð.  

Það er kanski hugarfarið sem við þurfum að hafa. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Færeyingar hafa sýnt að þeir eru sannkallaðir vinir og höfðingjar í sér. Þeir sýna okkur samhug og skilning sem vantar upp á hjá mörgum.  Manni skortir orð til að lýsa þakklæti í þeirra garð. Helst að knúsa þá alla. Sendum  þeim sólskinsbros 

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.10.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Anna Guðný

Já, sendum Færeyjingum bestu kveðjur. Svo fylgdi loforðinu að ekki þyrfti að borga vexti og nánast bara: Borgiði þegar þið getið, við vitum að þið gerið það. Ég bráðnaði bara við að lesa þessa frétt.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 28.10.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Stefanía

Færeyingar eru " Krútt "  !! 

Stefanía, 29.10.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband