Flýta þarf landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Ég hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá árinu 1993 og var um nokkra hríð mjög virkur í innra starfi Sjálfstæðisflokksins. Enginn vafi leikur á því að nú eru örlagaríkustu tímar í sögu hans í áratugi, altént síðan ég gekk í hann. Nú þegar óvissan er mikil í lykilmálum þjóðarinnar horfa flestir til þess hvernig haldið verði á málum innan Sjálfstæðisflokksins.

Mikilvægt er að mínu mati að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði flýtt, ekki aðeins til þess að tryggja forystu flokksins umboð til verka áfram í breyttum aðstæðum, heldur og mun frekar til að rætt verði opinskátt um framtíðarstefnu hans; ekki aðeins á kjörtímabilinu heldur og inn í næstu alþingiskosningar hvenær svo sem þær verða.

Ár er um þessar mundir til landsfundar að öllu eðlilegu. Auðvitað er það of langur tími, einkum nú þegar fátt ef nokkuð er öruggt um framtíðina nema það að við verðum hér áfram í lífsbaráttunni á þessu landi, óvíst hver staðan verði. Því þarf landsfundur að koma saman á næstu mánuðum og fara yfir næstu skref.

Ég tel ekki óvarlegt að ætla að allir flokkar muni hugsa með sama hætti; forystur allra flokka þurfa traust umboð og ræða þarf um stefnumótun lykilmála þegar sverfir að.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmin sýna að landsfundur hefur verið haldinn í mars-apríl þó ekki sé kosningavor.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

w00t: Eðlilegt að bakland flokkanna komi saman og fari yfir stöðuna og geri upp síðustu mánuði. Mér finnst það hreinlega nauðsynlegt eins og horfir fyrir þjóðinni nú.

Björn: Ég held að sjálfstæðismenn hafi alveg þorað að hafa skoðanir og tjá þær. Við höfum átt mörg góð ár og haft sterka forystu, enda allt leikið í lyndi og því fátt um að vera sem hefur krafist harkalegrar umræðu eða beinlínis uppgjörs. Þetta eru bara þannig tímar að margt breytist í samfélaginu og eðlilegt að það sé gert upp og litið til framtíðar.

Gísli: Síðan ég gekk í flokkinn hefur hefðin verið sú að kosningalandsfundur er haldinn að vori en landsfundur á miðju tímabili haldinn í október tveim árum síðar. Langt er í þann fund samkvæmt planinu og eðlilegt að flýta honum. Tel líka að það verði gert. Fundur eftir áramótin eða með vorinu er því rökrétt niðurstaða.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.10.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það ætti að verða auðvelt að flýta landsfundi. Miðað við flóttann úr flokknum núna þá verður bráðum hægt að hóa þessu bara saman í Ráðherrabústaðnum, þeir fáu sem munu mæta eru hvort eð er nú þegar á reglulegum fundum þar... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður tekur undir þessi orð þin Stefán Friðrik,!!það er nauðsyn að flýta þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.10.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

ættu menn nú ekki að spara yfirlýsingarnar um dauða sjálfstæðisflokksins þangað til að hann fæst staðfestur í kosningum.

mælingar í illa gerðum skoðannakönnunum segja ekki neitt. 

í lýðræðisríkjum er sú regla að kosningar séu sá vetvangur þar sem umboð fulltrúa almennings fæst. ekki í skoðannakönnunum hjá einhverjum hlutdrægum fjölmiðlum. 

Fannar frá Rifi, 30.10.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin, sérstaklega Halli og Fannar. Góð innlegg.

Nenni ekki að svara leiðindum í garð Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst undarlegt að lesa svona glósur þegar ég krefst þess að æðsta stofnun stærsta flokks landsins komi saman og fari yfir síðustu mánuði. Slíkt er nauðsynlegt og ætti að vera reyndar lykilmál allra flokka. Nú er mikilvægt að farið verði yfir fortíðina og horft til framtíðar eftir það. Þessi þjóð á erfitt en það er engin lausn að stinga hausnum ofan í sandinn, þess þá frekar að gera upp stöðuna og taka á stöðunni. Bakland flokkanna er sá hópur sem stendur að baki pólitísku starfi í landinu og eðlilegt að gefa færi á því að það komi saman og eigi sína rödd.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.10.2008 kl. 00:37

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sorrý, en ekki lengur stærsti flokkurinn skv. Gallup könnun í dag...

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband