Brúðguminn drottnar yfir Edduverðlaununum

Mér sýnist nokkuð gefið mál að Brúðguminn fái Edduverðlaunin að þessu sinni sem besta myndin. Væntanlega mun hún fá slatta af fleiri verðlaunum með og einkum í leikflokkunum. Mér finnst stærsti gallinn við verðlaun eins og Edduna hvað það koma fáar myndir til greina og hvernig t.d. ein mynd getur tekið allt heila dæmið, enda stundum ein mynd dómínerandi í tilnefningunum. Mér finnst þó gleðiefni að hætta eigi að verðlauna saman leik í aukahlutverki í karla- og kvennaflokki. Þvílík vitleysa sem það var.

Annars er mikið af góðu efni tilnefnt. Leikna efnið í sjónvarpi hefur sjaldan verið meira spennandi og alvöru barátta þar um hnossið á milli Dagvaktarinnar, Svartra engla, Pressu og Mannaveiða. Loksins er alvöru úrval þar af góðu efni. Samt er óvissutími framundan í kreppunni en vonandi verður hægt að halda dampi í framleiðslu góðs efnis á næstu árum.


mbl.is Brúðguminn með 14 tilnefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband