McCain vs. Obama > 3 dagar

Obama-McCain
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna mjög misvísandi skilaboð nú þegar þrír dagar eru til forsetakosninga. Í föstudagskönnun Zogby hefur McCain náð forystunni, 48-47, en er enn undir þegar teknir eru fleiri dagar inn í þá mynd. Eins og fyrr hefur komið fram hefur Obama leitt allar kannanir mjög traust og virðist eiga trausta stöðu í fylgismælingum í mörgum lykilríkjanna. Munurinn virðist þó vera að minnka á lokaspretti kosningabaráttunnar og hafa birst ríkismælingar sem sýna þá jafna víða á meðan Obama hefur náð að saxa á forskotið t.d. í Arizona, heimaríki McCain.

Barack Obama missti stjórn á skapi sínu í gær þegar paparazzi-ljósmyndarar eltu hann og dóttur hans Söshu um götur Chicago-borgar þegar Sasha fór í grímubúningi að syngja fyrir trick or treat á hrekkjavökunni, sem er nú um helgina. Eftir að ljósmyndarar höfðu náð nokkrum myndum sagði Obama að þeir væru búnir að ná sinni mynd og bað um að þau fengju að vera í friði. Ljósmyndararnir virtu þau tilmæli að vettugi og eltu þau þar til Obama sagði reiður að þetta væri orðið nóg. Lauk eltingaleiknum með því að Obama-feðginin fóru í hús til vinafólks síns.

John McCain kom fram á kosningafundum í Ohio í gær með píparanum Joe, sem margfrægur hefur orðið og setti mark sitt á þriðju og síðustu kappræðurnar. Virðist McCain leggja mikla áherslu á að virðast alþýðlegur og ná til alþýðufylgisins, sem var einn traustasti stuðningsmannahópur Hillary Rodham Clinton. Samkvæmt Zogby-könnuninni sem fyrr er nefnd hefur hann náð að bæta mikið við fylgi sitt í þeim markhópi og ennfremur meðal óháðra kjósenda. Eftir flokksþingið náði hann að bæta fylgið en missti það aftur í efnahagsþrengingunum í haust.

Frænka Barack Obama frá Kenýa komst í fréttirnar í gær. Hún hefur verið ólöglegur innflytjandi í landinu síðustu fjögur ár. Fjölmiðlamenn hafa stokkið á fréttina sem alvöru og hún verið mikið í sviðsljósinu. Kannanir gefa annars til kynna að hálftíma auglýsing Obama hafi ekki styrkt stöðu hans. Fylgið hafi ekki aukist með henni eins og sumir í Obama-hópnum áttu von á. Hún hefur verið umdeild og nefnd til skiptis snilld og peningabruðl.

Ferðadagbókin

McCain
verður á ferð um nokkur ríki í dag en verður í kvöld í Saturday Night Live í New York - hann tekur semsagt á sig nokkurn krók frá kosningabaráttunni stóran hluta dagsins fyrir síðasta viðtal sitt við skemmtiþátt í kosningabaráttunni, þátt á kjörtíma, sem skiptir miklu máli.

Obama verður í dag í Nevada, Colorado og Missouri; ríki sem eru öll mikilvæg fyrir hann í baráttunni. Ef hann sigrar í þeim öllum er æ líklegra að hann muni vinna í Ohio, en þar ætlar að hann vera allan morgundaginn, t.d. á fjöldafundi með rokksöngvaranum Bruce Springsteen, en hann kom fram með John Kerry fyrir síðustu kosningar á lokasprettinum þá.

George W. Bush sést ekki á lokasprettinum í kosningabaráttunni frekar en fyrri daginn. McCain hefur aðeins komið fram þrisvar með honum síðan Bush studdi hann formlega í Rósagarði Hvíta hússins í marsmánuði, er hann hafði náð útnefningunni. Bush sést heldur ekki í þingslagnum. Enginn vill láta sjá sig nærri honum. Bush heldur sig fjarri miðpunkti átakanna og bíður í Washington eftir því sem verða vill.

mbl.is John McCain á enn möguleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Enn stendur slagur sem ekki er fyrrséð hvernig fer,en mitt álit er að þegar i kjörklefa er komið snúist mörgum hugur/einnig er það ekki talið gott i USA að haf meirihluta í báðum þingdeildum og öldungadeilt og forseta einnig,þetta er allt McCain i hag,held hann vinni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.11.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband