Brown vissi af vandanum - sáu hrunið fyrir?

Uppljóstranir Channel 4-fréttastofunnar um fund Geirs Haarde og Gordons Browns í apríl vekur sannarlega athygli. Sé þetta rétt er alveg óþarfi fyrir Gordon Brown að kenna íslenskum stjórnvöldum hvernig fór með Icesave-reikningana. Hann hefur greinilega vitað um stöðuna í mjög langan tíma en sagði ekki múkk um neitt, aðvaraði hvorki Breta við því sem gat gerst né tók á vandanum heima fyrir með alvöru aðgerðum. Hann svaf á verðinum. Gott að vita það svosem, sem flestir vissu reyndar fyrir. Brown var bara að slá sér upp á vandamálum Íslendinga nú í haust.

Annars er ágætt að vita hver vissi hvað og hvenær. Ég held að flestir hafi vitað mun fyrr en hrunið varð að af því myndi verða. Frásagnir af þessum fundi gefa til kynna að umræðuefnið hafi verið mun beinskeyttara en gefið var í skyn þegar fullyrt var að þetta hefði verið settlegt tespjall í Downingstræti?

mbl.is Aðvörunin verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brown? Finnst þér í alvörunni merkilegra að Brown hafi vitað af þessu en að það hafi verið forsætisráðherra þjóðarinnar sem sagði honum það. Er ekki aðalatriðið í þessari frétt að GEIR hafi vitað þetta allan tímann en aldrei sagt eða gert neitt til þess að koma í veg fyrir hrunið.

Tryggvi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband