Fjölmiðlavænt matador-spil Jóns Ásgeirs

Mér finnst samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði mikið áhyggjuefni. Þeir sem vörðu fjölmiðlalögin á sínum tíma höfðu algjörlega rétt fyrir sér - stöðumatið þá varð kaldhæðnislega sterkt miðað við tal þeirra sem helst voru andvígir lögunum. Við sjáum nú mjög alvarlega atburðarás sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þá sem létu blekkjast og tóku þátt í andstöðunni gegn fjölmiðlalögunum á sínum tíma.

mbl.is Löngu ákveðin hlutafjáraukning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Er ekki rétt að minnast þess hverjir stóðu að baki þeirri atlögu, sem gerð var gegn þessum bráðnauðsynlegu fjölmiðlalögum. Jú, það var hin sárasaklausa Samfylking, sem var þar að verki.

Ef ég man rétt var maður Ingibjargar Sólrúnar í vinnu fyrir Baug og dóttir forsetans. Síðar fékk forsetinn og forsetafrúin af og til far með einkavél Baugs í einhver partý á þeirra vegum erlendis.

Svona spilling fyrirfinnst ekki í Sjálfstæðisflokknum. Við höfum aldrei verið til sölu á þennan hátt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Stefanía

Gæti hugsast að fólk fari að átta sig á því.

Stefanía, 2.11.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tekið af bloggi Egils Helgasonar (Silfri Egils:)

Jón Gerald Sullenberger
2. nóvember, 2008 kl. 23.42

Sæll Egill þegar menn eru með fyrirtæki eins og Bonus sem er að velta
3 milljörðum á mánuði og þá er Aðföng ekki inn í þessu en það má reikna með að það sé svipað og hjá Bonus.

Svo eru þeir með krít hjá byrgjum í 30 til 90 daga það er hægt að gera markt með þessa veltu og þessi 1.5 milljarður tekur bónus 14 daga að fá í kassann. Eina leiðin til að stoppa þetta er að hætta að VERSLA Í BONUS.

Engin banki er að lána honum fjármagn enda ekkert til í bankakerfinu en hann þarf ekkert á banka að halda þar sem hann er með frítt fé í Bónus. ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ STOPPA ÞETTA STRAX OG HÆTTA AÐ VERSLA Í BÓNUS.

Nánar hér.

Ef þetta er satt er ódýrara að versla í okurbúllunum en í Bónus. Matarinnkaupin okkar fjármagna kennitöluflakk Jóns Ásgeirs.

Theódór Norðkvist, 3.11.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband