Barack Obama á sigurbraut - stórsigur demókrata

Barack Obama
Útgönguspárnar í Bandaríkjunum gefa sterklega til kynna að Barack Obama hafi verið kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna og demókratar séu á mörkum þess að hljóta 60 sæti í öldungadeildinni og muni vinna hið minnsta sjö þingsæti af repúblikunum. Obama getur þó ekki enn hrósað sigri, minnugur þess að John Kerry var spáð Hvíta húsinu í útgönguspánum fyrir fjórum árum en tapaði kosningunum að lokum með því að tapa fyrir Bush forseta í Ohio. Allra augu eru nú á Flórída, Ohio og fleiri ríkjum á Austurströndinni sem munu ráða úrslitunum með einum eða öðrum hætti fyrir þrjú í nótt.

Allra augu verða á baráttunni um öldungadeildarsætin í Minnesota, N-Karólínu og Georgíu. Í öllum eru sitjandi þingmenn repúblikana að berjast fyrir endurkjöri. Tapi Norm Coleman, Liddy Dole og Saxby Chambliss eru demókratar á mörkum þess að ná sextíu sæta markinu sem myndi færa þeim algjör völd í Washington. Með því geta þeir ráðið algjörlega hæstaréttarsætum og geta stýrt þinginu algjörlega án tillits til repúblikana. Slíkt tap ofan á tapið á Hvíta húsinu myndi færa repúblikana aftur um áratugi.

En enn er of snemmt að spá um þetta. Um eittleytið förum við fyrst að sjá hvert þetta stefnir af alvöru.

mbl.is Obama vann í Vermont-McCain í Kentucky
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband