Stórsigur Obama í sjónmáli - vantar 96 kjörmenn

Stórsigur Barack Obama í forsetakosningunum er klárlega í sjónmáli nú þegar línur taka að skýrast. Obama vann fyrir stundu mikilvægan sigur í Pennsylvaníu og öruggt að hann mun sigra öll Kerry-ríkin og vantar bara átján kjörmenn upp á það. Nú laust eftir tvö hefur Obama hlotið 174 kjörmenn og vantar aðeins 96 til að komast í Hvíta húsið.

Ég tel að úrslitin séu endanlega ljós í sjálfu sér. Obama mun væntanlega ná þessu endanlega um eða upp úr þrjú og McCain væntanlega viðurkenna ósigurinn á fjórða tímanum komi ekkert stórlega óvænt upp sem snýr þessu trendi við. Stóra spurningin núna er hvað ríki færir Obama endanlega Hvíta húsið. Kaldhæðnislegt ef það verður Flórída sem kom Bush í Hvíta húsið fyrir átta árum.

Afhroð repúblikana er staðreynd. Liddy Dole fallin í Norður-Karólínu og gamla sætið hans Jesse Helms orðið demókratasæti - pólitísk þáttaskil í suðrinu, ekki flókið. Þetta verður mjög sæt nótt fyrir demókrata enda er allt að tryllast í Chicago

mbl.is Obama með 200 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband