Fótboltadraumur Björgólfs á leiðarenda

Ég hef frekar litla samúð með Björgólfi Guðmundssyni í þrengingum hans. Held að það væri mesti sóminn fyrir hann að losa um eignir og draga saman seglin nú þegar hann hefur tekið skellinn hérna heima. Efast um að almenningur sætti sig við annað. Þetta á við um fleiri útrásarvíkinga sem hafa flogið hátt í þeirri svikamyllu sem útrásin er orðin. Þetta er þjóðarskellur og ekki neitt annað í stöðunni en þeir sem leiddu hana sýni að þeir axli sína ábyrgð.

Enda gengur ekki að maður sem hefur misst allt út úr höndunum hér heima og skuldsett heila þjóð með ævintýramennsku haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist með þessum hætti.

mbl.is Björgólfur íhugar að selja West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgólfur er dæmdur maður sem kann ekki að skammast sín. ALGJÖRLEGA SIÐLAUS

Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband