Jón Ásgeir reynir að koma í veg fyrir fjölmiðlalög

Ég skil yfirlýsingar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem svo að hann vilji koma í veg fyrir nauðsynlega lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum með því að gefa eftir, nú þegar hann hefur keypt upp alla einkareknu fjölmiðla landsins á nokkrum árum. Vel má vera að einhverjum þyki það nægilega góð trygging en ég tek hana ekki mjög gilda. Staðan nú er lexía fyrir þá sem börðust gegn fjölmiðlalögunum fyrir rúmum fjórum árum og töldu hana ónauðsynlega framkvæmd.

Vel hefur komið ljós að undanförnu að mikið ógæfuspor var að lagasetningin varð ekki að veruleika. Þeir sem efuðust sjá vonandi hlutina í öðru ljósi. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að fjórða valdið safnist allt á hendi eins manns, sem sér beinlínis hag af því að kaupa sér frið frá fjölmiðlaumfjöllun og stýra henni.


mbl.is Tilbúinn til að fara niður fyrir 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll, hann hefur ekki keypt Útvarp Sögu sem er eini óháði fjölmiðilinn á Íslandi.  Vil benda á fund laugardaginn 8. nóvember kl. 13.00 á Grand Hótel þar sem fjallað verður um fjölmiðlaástandið hér á landi og m.a. þá þöggun sem við upplifum.  Sjá auglýsingu um fundinn á xf.is

Láttu endilega sjá þig.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 6.11.2008 kl. 13:28

2 identicon

Fyrra frumvarpið var óskapnaður og vanhugsað plagg.  Seinna frumvarpið var mun betra.  Áttu ekki við það frumvarp annars?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:26

3 identicon

 Skil ekki fólk sem hampar manni sem hefur sett þjóðina á hausinn að mínu mati. Nú ætti Alþingi að skella á lögum um fjölmiðla nú þorir hvorki forseti vor né samfylking að vera á móti. Almenningur vildi frumvarpið á sínum tíma. En þeir sem voru í klíkunni hjá þeim feðgum voru á móti. Skil það vel það er þægilegt að ferðast um í einkaþotum

Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:59

4 identicon

Hæhæ:) Ég var ekki á móti fjölmiðlalögunum sem slíku en mér finnst að það þurfi að vera aðhald á öllu ekki bara fjölmiðlum. Mér finnst það ekki rétt að bankinn minn sem passar upp á peninginn minn og jafnvel ævisparnaðinn sé í eigu einhvers út í bæ.

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Útvarp Saga hefur verið á fjárlögum Baugs um árabil mín kæra Ásgerður Jóna svo ekki er Saga svo sjálfstæð!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.11.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband