Gunnari Páli er ekki sætt sem formanni VR

vr
Ég get ekki séð hvernig Gunnari Páli Pálssyni sé sætt áfram í formennsku VR eftir bankahrunið og siðlausar og ólöglegar ákvarðanir stjórnar einkarekna Kaupþings. Hann á að segja af sér. Sitji hann áfram skaðar hann helstu lykilorð VR: Virðing og Réttlæti. Hvernig getur VR haldið í þessi lykilorð sín á þessum örlagatímum með verkalýðsleiðtoga sem er á bólakafi í spillingarfeninu? Alveg vonlaust.

Gunnar Páll á að taka hagsmuni félagsins síns og trúverðugleika þess fram yfir sína hagsmuni og segja af sér, sem fyrst.


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Amen

Johann Trast Palmason, 7.11.2008 kl. 15:33

2 identicon

Ég get ekki ímyndað mér að hann Gunnar sé formaður VR með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi þá væri hann búin að segja af sér. Því fólk sem er í félaginu er að segja sig úr því og hvað hefur hann að gera sem formaður yfir örfáum hræðum

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður átta ekki allir sig á að ekki er létt verk að þjóna tveim hagsmunaaðilum í senn þar sem hagsmunagæsla skarast. Varaði Kristur ekki við þessu á sínum tíma? Mig minnir það. Það er margt velígrundað í þeim fræðum. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 7.11.2008 kl. 15:52

4 identicon

Honum er ekki stætt þarna. Hann ætti að vera búinn að segja af sér.

Lesið þetta

"Fyrir fjórum árum óskaði Gunnar Páll eftir því að Siðfræðistofnun skoðaði ofan í kjölinn siðferðileg álitaefni um stjórnarsetu fulltrúa VR í hlutafélögum. Markmiðið var meðal annars að skoða hvort hlutverk Gunnars Páls sem verkalýðsleiðtoga, stjórnarmanni í Lífeyrissjóði verslunarmanna og stjórnarmanni í Kaupþingi stönguðust á. Niðurstaða skýrslunnar er býsna skýr. Þar segir meðal annars að trúverðugleiki formanns VR sé í hættu ef hann tengist ákvörðunum stjórnar félagsins sem hugsanlega eru óvinsælar meðal launafólks.

Þessi viðvörun Siðfræðistofnunar hefur aldeilis komið á daginn. Þá hafði formaðurinn einnig fjárhagslegan hag af því að sitja í stjórn Kaupþings. Á síðasta ári þáði Gunnar Páll 6,2 milljónir fyrir að sitja stjórnarfundi. Það gera 516.000 krónur á mánuði fyrir að sitja eins og einn stjórnarfund.

http://visir.is/article/20081107/FRETTIR01/599602460/-1

Samkv. visi.is þá óskaði hann eftir þessu áliti en fór ekkert eftir því !!

margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Páll, fyrir mitt leyti ert þú hér með rekinn!

 - Guðmundur Ásgeirsson, félagsmaður í VR

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband