Traust fólk skipað í bankaráðin

Ekki er hægt annað en vera mjög sáttur við skipan bankaráðanna í ríkisbönkunum þremur. Þarna er þungavigtarfólk skipað til verka, sérstaklega eru formenn bankaráðanna mjög vandaðir og traustir menn sem allir ættu að geta treyst. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá Val Valsson, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka gamla, í forsvari fyrir Glitni en hann er mjög vel að sér. Skipan Ásmundar og Magnúsar er líka vægast sagt mjög traust, enda menn með traust umboð, menn sem allir vita að munu leggja sig alla fram og hafa þekkingu á málum.

Helst að maður sakni þess að ekki hafi konu verið treyst fyrir formennsku í neinum bankanna, en á móti kemur að enginn þarf að vera ósáttur við þetta. Þarna hefur öllum vafa verið eytt um pólitíska skipan, en ég óttaðist mjög þegar bankarnir urðu eign ríkisins á ný að þar myndi pólitíkin grassera algjörlega. Mikilvægt er að marka þá stefnu að á meðan ríkið leiðir mál innan bankanna þriggja verði skipað faglega til verka og fengið fólk í bankaráðin sem hefur þekkingu og vit á því sem þar er gert.

Pólitísku tímarnir í bankaráðunum eiga að vera liðnir, hluti af sögubókunum. Ég trúi því og treysti að ekkert okkar vilji virkilega fá aftur þá tíma þegar menn jafnvel á þingi voru settir í formennsku bankaráðanna, fólk sem hafði litla sem enga þekkingu á málunum en fengu þetta sem valdahnoss við myndun ríkisstjórnar.


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sé ekki annað en ég geti kvittað undir hvert orð hjá þér í þessari færslu.

(Má ég ekki bara kopiera þetta yfir á bloggið mitt?  )

Landfari, 7.11.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég man þá tíð að maður arð að fá þingmann til að taka út lánið þótt maður hefði lánsloforð. Annars drógst það og drógst.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.11.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, þér þykir það bragarbót að skipa enn og aftur í bankaráðin eftir flokkslínum?  Nær skammtímaminni þitt ekki yfir þröskuld?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Ragnar.

Heldurðu virkilega Jón Steinar að ég sé sáttur við að bankakerfið hafi fallið og sé aftur komið til ríkisins? Ég er verulega ósáttur við hvernig þetta hefur allt farið og fyrst og fremst ósáttur við hvernig græðgin bar þetta fólk ofurliði. Það stóð sig engan veginn nógu vel eins og sést af svo mörgu. Ég vil þó við þessar aðstæður passa upp á það að ríkið skipi ekki afdankaða stjórnmálamenn í formennsku bankaráðanna og starfandi lykilmenn í pólitísku starfi í frontinn. Við eigum betra skilið. En það er vægast sagt furðulegt af þér að koma með svona kjaftæði og gefa í skyn að þessi harmleikur allur sé það sem ég hefði viljað. Ég vildi einkavæða bankana á sínum tíma og finnst þetta skelfileg endalok á því ferli. Þegar bankarnir verða einkavæddir aftur þarf þó að standa mun betur að málum, enda var margt gert sem mjög vitlaust og vanhugsað.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.11.2008 kl. 19:59

5 identicon


"Helst að maður sakni þess að ekki hafi konu verið treyst fyrir formennsku í neinum bankanna"

hvað ertu að meina er betra að hafa heiladauða kerlingu, bara að því hún er kerling? hættum þessum hugunarhætti og veljum besta fólkið ef það næst 100% fleiri kerlingar sem hafa vit á þessum hlutum þá eiga  að vera bara kerlingar í þessum bankaráðum ,en þær eru eins og karlarnir misjafn sauður í mörgu fé , miðað við fréttir af núverandi bankastjórum í Glitni og Landsbanka.

karl (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:21

6 Smámynd: Landfari

Jón steinar, hvernig vilt þú eiginlega skipa í bankaráðin? Ég sé ekki hvernig hægt er að gera það á lýðræðislegri hátt.

Landfari, 9.11.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband