Gamli kjarninn í forystu - tryggir Obama breytingar?

Obama
Ég er ekki hissa á því að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að breyta ýmsum lykilákvörðunum þegar við embættistöku sína. Hann verður, til að koma til móts við þá sem kusu hann til að tryggja breytingar, að koma með sýnilegar áherslur um nýja ríkisstjórn strax á fyrstu dögum forsetaferilsins. Ég held samt að ekki verði aðeins verði horft til þess að hann ógildi eða slái niður ákvarðanir og hugmyndir sem George W. Bush hefur unnið að í Hvíta húsinu á síðustu mánuðum heldur og mun frekar því sem framtíðin ber í skauti sér. Hann þarf að ganga miklu lengra.

Mér fannst það mjög athyglisvert að sjá hvernig tónað var niður talið um breytingarnar á blaðamannafundinum í Chicago á föstudag og í yfirlýsingum innan úr innsta hring hjá Obama. Mikið var talað um að allt taki sinn tíma. Þetta minnir illilega á það þegar Bill Clinton kom sér til verka eftir kosningasigurinn 1992. Í upphafi valdaferilsins voru nokkrar lykilákvarðanir slegnar niður en svo róaðist mjög yfir mannskapnum. Talið um breytingarnar gleymdist í öllum fagnaðarlátunum. Væntingar eru alltaf of miklar en nú skipta þær virkilega máli.

Tók eftir því að Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, kom í fjölmiðla í gær og varaði við of miklum væntingum til Obama. Hann þyrfti sinn tíma til að láta verkin tala. Mér fannst þetta koma úr hörðustu átt. Ef einhver stjórnmálamaður var talsmaður breytinga og ætlaði að láta verkin tala en varð lítið sem ekkert úr verki er það Tony Blair. Sagan hefur heldur ekki farið mildilegum tökum um hann og valdaferilinn, sem þótti í meira lagi misheppnaður. Vinstrimennirnir sem lofsungu hann í kosningabaráttunni 1997 urðu illa sviknir.

Mér finnst stóru tíðindin frá Chicago þó vera þau að Obama stólar mjög mikið á hópinn sem var í kringum Bill Clinton á forsetaferli hans og innsta kjarna gömlu valdatíðar demókrata á tíunda áratugnum. Sá hópur leiðir valdaskiptin og fær að öllum líkindum feitustu bitana, helstu ráðherrastólana.

Ég er algjörlega sammála Dick Morris um að þetta séu stóru tíðindin. Fulltrúar Clinton-tímans fá sinn sess, rétt eins og hefði Hillary Rodham Clinton verið kjörin forseti Bandaríkjanna. Lítið breytist.

mbl.is Obama hyggst snúa ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband