Gamli kjarninn í forystu - tryggir Obama breytingar?

Obama
Ég er ekki hissa á ţví ađ Barack Obama, verđandi forseti Bandaríkjanna, ćtli ađ breyta ýmsum lykilákvörđunum ţegar viđ embćttistöku sína. Hann verđur, til ađ koma til móts viđ ţá sem kusu hann til ađ tryggja breytingar, ađ koma međ sýnilegar áherslur um nýja ríkisstjórn strax á fyrstu dögum forsetaferilsins. Ég held samt ađ ekki verđi ađeins verđi horft til ţess ađ hann ógildi eđa slái niđur ákvarđanir og hugmyndir sem George W. Bush hefur unniđ ađ í Hvíta húsinu á síđustu mánuđum heldur og mun frekar ţví sem framtíđin ber í skauti sér. Hann ţarf ađ ganga miklu lengra.

Mér fannst ţađ mjög athyglisvert ađ sjá hvernig tónađ var niđur taliđ um breytingarnar á blađamannafundinum í Chicago á föstudag og í yfirlýsingum innan úr innsta hring hjá Obama. Mikiđ var talađ um ađ allt taki sinn tíma. Ţetta minnir illilega á ţađ ţegar Bill Clinton kom sér til verka eftir kosningasigurinn 1992. Í upphafi valdaferilsins voru nokkrar lykilákvarđanir slegnar niđur en svo róađist mjög yfir mannskapnum. Taliđ um breytingarnar gleymdist í öllum fagnađarlátunum. Vćntingar eru alltaf of miklar en nú skipta ţćr virkilega máli.

Tók eftir ţví ađ Tony Blair, fyrrum forsćtisráđherra Bretlands, kom í fjölmiđla í gćr og varađi viđ of miklum vćntingum til Obama. Hann ţyrfti sinn tíma til ađ láta verkin tala. Mér fannst ţetta koma úr hörđustu átt. Ef einhver stjórnmálamađur var talsmađur breytinga og ćtlađi ađ láta verkin tala en varđ lítiđ sem ekkert úr verki er ţađ Tony Blair. Sagan hefur heldur ekki fariđ mildilegum tökum um hann og valdaferilinn, sem ţótti í meira lagi misheppnađur. Vinstrimennirnir sem lofsungu hann í kosningabaráttunni 1997 urđu illa sviknir.

Mér finnst stóru tíđindin frá Chicago ţó vera ţau ađ Obama stólar mjög mikiđ á hópinn sem var í kringum Bill Clinton á forsetaferli hans og innsta kjarna gömlu valdatíđar demókrata á tíunda áratugnum. Sá hópur leiđir valdaskiptin og fćr ađ öllum líkindum feitustu bitana, helstu ráđherrastólana.

Ég er algjörlega sammála Dick Morris um ađ ţetta séu stóru tíđindin. Fulltrúar Clinton-tímans fá sinn sess, rétt eins og hefđi Hillary Rodham Clinton veriđ kjörin forseti Bandaríkjanna. Lítiđ breytist.

mbl.is Obama hyggst snúa ákvörđunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband