Sterk staða Geirs miðað við aðstæður

Ég verð að viðurkenna að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur mun meira persónufylgi en mér óraði fyrir, sérstaklega í ljósi fylgismælinga Sjálfstæðisflokksins að undanförnu. Þetta eru mjög erfiðir tímar og það er fjarri því sjálfgefið að þeir sem eru við völd hafi ríflega meirihluta þjóðarinnar á bakvið sig. Sterk staða Geirs við þessar aðstæður er mjög mikils virði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gefur til kynna að hann hafi mun meiri stuðning en flokkurinn getur vænst við þessar aðstæður.

Þrátt fyrir allt sé Geir traustsins verður í erfiðri stöðu. Ég held að Geir njóti þess mikið að vera rólegur og yfirvegaður auk þess sem hann er hagfræðingur, hefur yfirsýn sem slíkur. Slíkt skiptir máli í erfiðri stöðu og gefur væntingar um að þjóðin horfi til hans sem þess leiðtoga sem geti leyst málin og komið hlutunum á hreyfingu. Hinsvegar er fjarri því alltaf svo að þeir sem taka erfiðar ákvarðanir njóti þjóðarhylli og enginn getur búist við slíku á þessari stundu.

mbl.is Ríflega helmingur ánægður með Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er með ólíkindum.

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Marta smarta

Var hann ekki bara að kjósa sig sjálfur  ég bara spyr ??  Annars eru kjósendur ennþá fífl ens og Davíð hefur alltaf fundist.

Marta smarta, 10.11.2008 kl. 17:04

3 identicon

Hvað skýrir að Geir hefur fylgi umfram væntingar? Kannski margar skýringar en mér dettur einna helst tvennt í hug. Annars vegar að reiðin beinist svo mikið að Davíð að Geir fái "skjól" frá honum. Hins vegar óttinn við breytingar á þessum óróatímum, þ.e. að kosningar núna myndu valda enn meiri upplausn.

Mig grunar að ef til kastanna kæmi þá yrði raunfylgi hans í besta falli helmingur af því sem mælingin sýnir.

Gestur H (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:26

4 identicon

"hann er hagfræðingur, hefur yfirsýn sem slíkur"

"þjóðin horfi til hans sem þess leiðtoga sem geti leyst málin"

Jáháá það er nú það!

Ég er nú sammála þér í einu að hans persónufylgi er ótrúlega mikið!

Þjóð sem treystir manni sem hefur sett heimsmet í að setja eitt stykki land á hausinn!!! á kannski ekki betra skilið

Hörður (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:26

5 identicon

Sæll Stefán, það hefur margt gerst síðan að þessi könnun var gerð og þeir félagar enn spólandi í sömu hjólförunum og þessa daga sem könnunin var gerð, enn er t.d. ekkert í höndum með IMF lán og fleira.

Þórdís (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Hver trúir þessu?    Hver á Capacent Gallup?  Hver fer yfir niðurstöðurnar? Enginn!    Ég hef grun um að það sé peningaveldið - Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar för og oft var þörf en nú er nauðsyn að styðja Geir sem er að velta.      Vissulega er þjóðin vitlaus en svona vitlaus er hún ekki!  Eftir að hafa verið í viðhorfahópi Gallup (og sagt mig úr honum) ber ég ekki mikið traust til C.G.  

Það væri fróðlegt að fá aðra og óháða könnun en hennar er varla að vænta þegar allir fjölmiðlar eru í gislingu einhvers.    Hvar er Háskólinn núna!!

Ragnar 

Ragnar Eiríksson, 10.11.2008 kl. 18:22

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart að hann njóti trausts. Hann hefur komið vel fyrir og virkað vel á fólk.
Svo verða kosningar vorið 2011 þá sjáum við til hvar flokkurinn stendur.

Óðinn Þórisson, 10.11.2008 kl. 21:15

8 identicon

Hefur hann komið vel fyrir og virkað vel á fólk??  Ertu ekki með öllum mjalla Óðinn Þórisson?!  Í hvaða heimi lifir þú?  Maðurinn er búinn að drulla svoleiðis upp á bak að það hálfa væri hellingur, og svo er hann að auki að bíða eftir að einhver skeini sér, ég efast reyndar að hann geti það sjálfur. 

Hvað er í gangi inni í hausnum á mönnum eins og þér Óðinn?  Ertu kannski bæði blindur og heyrnarlaus?  Ef ekki þá ertu einfaldlega heimskur!

Og ég trúi því ekki Stefán að þú taki mark á þessari könnun...

Þetta með hagfræðinginn og yfirsýnina, guð hjálpi þér.

Illugi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband