Hundaval Obama skyggir á pólitísku umræðuna

Obama-poodle
Mér finnst það frekar fyndið að meira er talað um það í fjölmiðlum í Bandaríkjunum hvernig hund Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur með sér í Hvíta húsið en hverjir verði ráðherrar í ríkisstjórn hans. Kannski segir þetta sitt um fréttamatið eftir traustan sigur Obama í forsetakosningunum og táknrænt loforð hans til dætranna að kvöldi kjördags þar sem hann sagðist hafa lofað stelpunum sínum að fá hund með sér í Hvíta húsið.

Þetta bræddi hjörtu margra Bandaríkjamanna og hefur átt sinn sess í pressunni. Reyndar er mjög algengt að forsetar í Bandaríkjunum taki með sér hund í Hvíta húsið. Mér telst til að flestir forseta Bandaríkjanna síðustu áratugina hafi haft hund í húsinu og sumir haft fleiri gæludýr. Á þessum vef er áhugaverð samantekt um þetta.

En kannski fer að líða að því að pólitískar skipanir Obama verði meira í kastljósinu en valið á hundunum.

mbl.is Forsetahundsins leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er spurning um að reyna reisa Ísland á ný.. Senda honum íslenskan fjárhund.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband