Afturhvarf til fortíðar - fimmtudagsstillimynd

Jæja, þá er stillimyndin komin á Skjá einn. Þetta er táknrænn gjörningur. Með því að setja stillimynd á skjáinn á fimmtudagskvöldi, sem var sjónvarpslaust á Íslandi í 21 ár hjá Ríkissjónvarpinu er verið að senda skýr skilaboð um að frjáls fjölmiðlun sé í hættu og jafnframt minna á að við getum jafnvel endað á sama reit og var áður en fjölmiðlun var gefin frjáls. Þetta er klók og traust markaðssetning og vekur áhorfendur til umhugsunar.

En ég er viss um að slatti af fólki er ósátt við að missa af House og 30 Rock í kvöld, en svona er þetta. Sé að yfir 40.000 hafa skrifað til stuðnings Skjánum. Held að það segi mikið - hvað eru margir búnir að skrifa á kjósa.is? Er það ekki innan við 5000?


mbl.is Stillimynd á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já ... þetta eru miklir menningarviðburðir á Skjá 1

Jón Ingi Cæsarsson, 13.11.2008 kl. 20:46

2 identicon

Sæll

Ég ætlaði að svara þér en endaði með að blogga sjálfur: http://henrythor.blogspot.com/2008/11/skjreinn-sendir-t-stillimynd-fimmtudegi.html

Bless Skjár Einn, og takk fyrir allar ráðleggingarnar varðandi veggfóður.

Henrý (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband