Mun Obama velja Hillary yfir utanríkismálin?

Obama og Hillary
Ég er ekki hissa á því að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, íhugi að skipa Hillary Rodham Clinton sem utanríkisráðherra. Hún er í sérflokki og yrði mjög mikilvægur bandamaður hans í þessum lykilmálaflokki. Með þessu myndi Obama bæði viðurkenna sterkan sess Hillary og færa henni hlutverk sem myndi halda henni í sviðsljósinu og ekki síður tryggja að rödd hennar myndi heyrast með mjög áberandi hætti. Einn helsti styrkleiki Hillary í forkosningaslagnum var þekking hennar á utanríkismálum og með þessari skipan, ef af yrði, myndi Obama stilla upp sínu sterkasta liði.

Mikið hefur verið talað um það í bandarísku pressunni hvort Obama hafi lofað Hillary einhverju eftir að hún lauk kosningabaráttu sinni í júníbyrjun. Sumir tala um að hún verði þingleiðtogi demókrata í öldungadeildinni eða skipuð í Hæstarétt þegar sæti losnar, en fyrirsjáanlegt er að John Paul Stevens, sem er 89 ára, hætti bráðlega í réttinum. Hillary yrði mjög pólitískur valkostur og umdeildur í réttinn en hún myndi fá traust hlutverk í utanríkisráðuneytinu og yrði á vaktinni með Obama og Biden.

Margir stuðningsmanna Obama óttuðust að yrði Hillary varaforsetaefni Obama myndi hún skyggja á hann og taka sviðsljósið og gera að sínu. Greinilegt er að öldur hefur lægt. Hún lagði mikið á sig til að tryggja kjör Obama og fór vítt um Bandaríkin til að tala máli hans og hvetja þá sem studdu hana til að kjósa Obama. Hún lék mjög mikilvægt hlutverk og auðveldaði Obama leikinn við að tryggja sterkan flokk í kosningunum, tryggði samstöðuna á flokksþinginu og á lokasprettinum í lykilríkjunum.

Valið á henni sem utanríkisráðherra myndi vissulega vekja athygli en það yrði fyrst og fremst litið á það sem viðurkenningu fyrir gott starf og einfaldlega vegna þess að Obama treystir dómgreind hennar og ráðleggingum.

mbl.is Hillary hugsanlega utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband