Landsfundi flýtt - opnað á Evrópuumræðuna

landsfundur
Ég fagna þeirri ákvörðun miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að flýta landsfundi og skipa sérstaka Evrópunefnd sem heldur utan um umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk, sem svo mjög er í umræðunni um þessar mundir. Á þessum örlagatímum íslensku þjóðarinnar er lykilatriði að stærsti flokkur þjóðarinnar haldi landsfund sinn mun fyrr en ella og stokki upp sín mál, fari yfir stefnumótun sína og lykilmálaflokka og geri upp það sem gerst hefur frá síðasta landsfundi fyrir tæpum tveimur árum.

Mér finnst það mjög traustvekjandi og öflugt að skipa Kristján Þór Júlíusson, alþingismann og fyrrverandi bæjarstjóra hér á Akureyri, sem formann Evrópunefndarinnar, og Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ og fyrrverandi borgarstjóra, sem varaformann. Þetta eru menn sem njóta trausts til verka og allir flokksmenn vita að þeir munu sinna þessu verki af alúð og ábyrgð, enda ekki til neins annars ætlast.

Þetta verður eflaust lykilmálaflokkur landsfundarins og eðlilegt að opna á þá umræðu. Flokksmenn eiga að tala hreint út og fara yfir sínar skoðanir og meta stöðuna. Mikilvægt er hreinsa loftið hvað varðar þann áróður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að ekki sé þorað að taka umræðu um lykilmál og leiða þau til lykta. Á landsfundum er opin og traust umræða og þar fá allir landsfundarfulltrúar að tjá sínar skoðanir í þessu sem öðru.

Mér finnst þetta góðar ákvarðanir sem kynntar voru í dag. Ég skrifaði pistil í síðasta mánuði þar sem ég tjáði þá skoðun mína að flýta ætti landsfundi og ég fagna því auðvitað að sú er stóra niðurstaðan. Landsfundur mun skýra línur í málefnaáherslum flokksins og ekki síður hvað varðar forystuna, sem þarf að láta reyna á styrk sinn og sækjast eftir endurkjöri. Þar skiptir lykilmáli að fara yfir stöðuna án hiks.

mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Gunnarsson

"Mikilvægt er hreinsa loftið hvað varðar þann áróður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að ekki sé þorað að taka umræðu um lykilmál" Yehh right. 70% þjóðarnnnar vil ESB eða er mjög jákvætt gagnvart ESB og þá þora Sjallar að tala um ESB. Flokkurinn mun aldrei ná fyrra fylgi, ástæðuna vita allir sem vilja vita, "búnir að skíta feitt á sig" - það skilja allir og viðurkenn.

Birgir Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 19:41

2 identicon

Um mótmælin á morgun:

http://this.is/nei/?p=525

Birgir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

berjumst á Landsfundi fyrir sjálfstæði Íslands líkt og nafn Flokksins gefur tilefni til

kærar kveðjur úr 101

Miðbæjarihaldið

Bjarni Kjartansson, 14.11.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband