Fjölmenn mótmæli - lýðræðisvakning örlagatíma

Enginn vafi leikur á því að mótmælin í dag voru fjölmenn og áhrifarík. Mikið er hægt að gera með samstöðu og öflugum orðum. Umgjörðin í dag var mun betur heppnuð en um síðustu helgi og fókusinn var á það sem gerðist á sviðinu og þann fjölda sem var samankominn. Þetta er öflugur fjöldi fólks og greinilegt að mjög fjölgar í hópi þeirra sem fylkja sér saman og standa saman í baráttunni fyrir lýðræðisvakningu. Mér finnst eðlilegt að þjóðin standi saman og tjái skoðanir sínar, hversu ólíkar sem þær annars eru á þessum örlagatímum.

Ég ákvað að fara í lýðræðisgönguna hér á Akureyri í dag og fylgdist með ræðuhöldum á Ráðhústorginu. Þar kom fjöldi fólks saman, fólk með ólíkar skoðanir og fylktu liði í ópólitískri samkomu. Ég hitti þar fullt af fólki og átti fín samtöl. Fjarri því fólk sem myndi vera sammála um alla hluti, en eru sammála í því að þjóðin þarf að vera vakandi og taka af skarið þegar þess er þörf. Mér fannst þetta hressileg ganga í nóvemberkuldanum, kuldatíð þjóðarinnar í svo mörgum skilningi þess orðs.

mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki skoða þetta, það er hættulegt:

http://this.is/nei/?p=525

Birgir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband