Góðir samstöðutónleikar - traust skemmtun

Ég hlustaði áðan á samstöðutónleikana á ruv.is og hafði mjög gaman af. Þarna kom rjóminn í íslensku tónlistarlífi saman og tók lagið - létti þar með lund landsmanna og kom með öflug og góð skilaboð um að við verðum að horfa í gegnum svartnættið sem fylgir þrengingum í efnahagslífi og dökkum horfum á næstu mánuðum. Þessum tónleikum var fyrst og fremst ætlað að þjappa fólki saman og skemmta því, það tókst heldur betur.

Vil þakka Rás 2 fyrir að færa okkur tónleikana, en ég hlustaði á þá nú eftir miðnættið á ruv.is og fór yfir það helsta, og þeim tónlistarmönnum sem komu fram. Virkilega vel gert og gott framtak hjá öllum hlutaðeigandi.

mbl.is „Hlýleg“ stemmning í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Stebbi, ég hlustaði líka áðan & fannst fín múzzíg & flott framtakið.

En á morgun, þegar þú vaknar, þá ert þú samt ennþá Sjálfstæðismaður...

Steingrímur Helgason, 16.11.2008 kl. 01:55

2 identicon

Steingrímur: Var enginn sem stóð að samstöðutónleikunum hægri maður? :)

Stefán mætti nú á samstöðugönguna og mótmælafund. Hann er því Íslendingur þegar hann vaknar. Kannski Sjálfstæðismaður. Kannski ekki. En í það minnsta ekki hugsunarlaus fylgismaður hvers þess sem X-D ber fram á borð. Því þá hefði hann setið heima og sagt „Geir og Dabbi reddessu..“

Henrý (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband