Ósigur Íslands gegn alþjóðasamfélaginu

Mér finnst það sorglegasta staðreyndin í öllum efnahagsþrengingum Íslands að enginn stóð með okkur í Icesave-baráttunni. Við vorum ein og gátum ekki unnið þann slag, hann var fyrirfram tapaður. Ekki einu sinni Norðurlöndin voru tilbúin að leggja okkur lið nema við tækjum á okkur þær þungu byrðar sem fylgja Icesave. Þegar svo er komið málum erum við í orðsins fyllstu merkingu á köldum klaka. En það er samt viss léttir að þetta mál er úr sögunni, þó það sé mikið áfall fyrir íslensku þjóðina.

Ég man ekki eftir því hvenær við þurftum að láta í minni pokann í eins mikilvægu máli, urðum hreinlega að sætta okkur við það ofbeldi sem alþjóðasamfélagið beitti okkur, safnaði liði gegn hagsmunum okkar. Þetta eru þung og erfið örlög, en við komumst vonandi í gegnum það. Ég er þess fullviss að varnarleysi okkar lék lykilhlutverk í þessari niðurstöðu. Við höfðum ekki áhrifamátt eða kraft á alþjóðavísu til að berjast gegn þessu.

Er fjarri því viss um að við hefðum verið snarbeygð svona ef við hefðum herafla eða einhvert annað áhrifaafl á þeim mælikvarða. Við vorum einfaldlega snúin niður og neydd til uppgjafar. Þetta er erfitt fyrir íslensku þjóðarsálina hvað það varðar. En nú verður að horfa fram á veginn en ekki aftur. Við höfum ekki afl til að berjast gegn alþjóðasamfélaginu og fara gegn því öllu sem heild.

Hitt er svo annað mál að ég er vægast sagt óhress með því að þetta sé niðurstaðan - að framtíðarkynslóðir landsmanna verði að bera þennan skuldahala. Skelfileg niðurstaða fyrir þjóðina - þetta er áfellisdómur yfir þeim sem ráða för í landsmálunum og sváfu á verðinum í marga mánuði, voru ekki í sambandi á dýrmætum tíma mánuðina fyrir bankahrunið.

mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Stjórnvöld eru líka búin að gera hverja gloríuna á fætur annarri í óðagotinu

Það versta er að það hefði verið hægtað koma í veg fyrir þetta ef stjórnvöld hefðu kunnað að lesa út úr þeim viðvörunum sem komnar voru fram og það er þeirra hlutverk

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nýja forustu fólks sem skilur hvað það er að fást við

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sá mekanismi sem menn hugðu að mundi nægja til að balansera ástandið á markaði virkar trúlega ekki án þess að ýtt sé við honum!

Hin ósýnilega hönd markaðarins er frumkvæðislaus og  óáreiðanlegur varðhundur. Af þessu má læra.

Flosi Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það verður því miður að líta á síðustu vikur sem glataðan tíma í erfiðri baráttu.  Við vorum svínbeygð til undirlægni í þessu máli.  Spurningin er hvort að þetta sé forsmekkurinn að samskiptum okkar við ESB um ókomna framtíð og hvort við viljum genga í ESB með þessum formerkjum.

Hvað verður það næst?  Fiskveiðistefnan, fjárfestingabann útlendinga í sjávarútvegi og orkulindum? Ég get ekki séð að stóru þjóðirnar hugsi um sanngirni þegar þær eru að verja sína hagsmuni.

Þetta getur þó kennt okkur eitt.  Við eigum að nýta okkur alla fyrirvara sem hægt er í tilskipunum ESB.  T.d. bara það, að nýta okkur að undanþágur eða afbrigði í slíkum tilskipunum.  Samkvæmt tilskipun 97/9/EC sem lög nr. 98/1999 byggja á, þá má samkvæmt grein 4 lið 2:

2. A Member State may provide that certain investors shall be excluded from cover by schemes or shall be granted a lower level of cover. Those exclusions shall be as listed in Annex I.

Skoðum síðan Annex I:

LIST OF EXCLUSIONS REFERRED TO IN ARTICLE 4 (2)

1. Professional and institutional investors, including:

- investment firms as defined in Article 1 (2) of Directive 93/22/EEC,

- credit institutions as defined in the first indent of Article 1 of Council Directive 77/780/EEC,

- financial institutions as defined in Article 1 (6) of Council Directive 89/646/EEC,

- insurance undertakings,

- collective-investment undertakings,

- pension and retirement funds.

Other professional and institutional investors.

2. Supranational institutions, government and central administrative authorities.

3. Provincial, regional, local and municipal authorities.

4. Directors, managers and personally liable members of investment firms, persons holding 5 % or more of the capital of such investment firms, persons responsible for carrying out the statutory audits of investment firms' accounting documents and investors with similar status in other firms within the same group as such a firm.

5. Close relatives and third parties acting on behalf of the investors referred to in point 4.

6. Other firms in the same group.

7. Investors who have any responsibility for or have taken advantage of certain facts relating to an investment firm which gave rise to the firm's financial difficulties or contributed to the deterioration of its financial situation.

8. Companies which are of such a size that they are not permitted to draw up abridged balance sheets under Article 11 of the Fourth Council Directive 78/660/EEC of 25 July 1978 based on Article 54 (3) (g) of the Treaty on the annual accounts of certain types of companies (1).

(1) OJ No L 222, 14. 8. 1978, p. 11. Directive as last amended by Directive 94/8/EC (OJ No L 82, 25. 3. 1994, p. 33).

Ég verð að viðurkenna, að ég finn þennan lista ekki í íslensku lögunum.  Við erum í okkar lögum að veita víðtækari tryggingar, en þörf er á!  Ok, það gerði enginn ráð fyrir því að bankarnir færu með innlánsreikninga til útlanda, en um leið og það var gert, þá átti að breyta lögunum.

Marinó G. Njálsson, 16.11.2008 kl. 22:20

4 identicon

Það gætir því miður ákveðins misskilnings í þessu hjá þér og fjölmörgum öðrum í þessu blessaða Icesave máli. Í fyrsta lagi er mjög skiljanlegt að þeir innlánseigendur sem þar eiga hlut að máli séu sárir og reiðir að tapa sínum innlánum og sætti sig ekki við að vera mismunað miðað við íslenska innlánseigendur.

Ef það hefði verið látið gerast að lágmarksábyrgðirnar giltu ekki á þessum reikningum hefði það hæglega getað þýtt að traust gagnvart innlánsreikningum annarra innlánsstofnana hefði horfið með geigvænlegum afleiðingum. Því var skiljanlegt að ESB þjóðir og fleiri legðust á eitt til að þannig færi ekki því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og Ísland hefur því miður verið í því hlutverki undanfarið.

Það er um þig eins og svo marga aðra þessa dagana að þolinmæðin er nánast engin og stjórnvöldum eru engin grið gefin að vinna að málum af yfivegun. Það er skiljanlegt að við séum reið og sár vegna þess hvernig fór en mikið af þeim málflutningi sem út úr slíku kemur skilar okkur engan veginn fram á við eða út úr þrengingunum.

Uppbyggjandi, málefnaleg og hörð gagnrýni er nauðsynleg en fljótfærnisleg og niðurrífandi gagnrýni gerir aðeins illt verra.

Eyþór H. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Góð færsla hjá þér Stefán.

Heyrðuð þið það sem Haarde sagði í fréttunum að " EES samningurinn hafi verið í uppnámi" Þetta þýðir að ESB hefur hótað að segja einhliða upp EES samningunum við Ísland til að þvinga okkur til að leita ekki réttarúrræða.

Vilja menn virkilega framselja öll okkar ráð í hendur aðilum sem sýna þjóð okkar slíka óbilgirni?

Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 23:47

6 identicon

Sæll Stéfán

Ég vil segja þér og öllum þínum félögum eftirfarandi:

ESB hefur vissulega náð að kúga sitjandi Íslensk stjórnvöld, en bandalagið á eftir að sigra Íslensku þjóðina.

Sitjandi stjórnvöld hafa ekki umboð þjóðarinnar til að samþykkja þessa þrælasamninga.

Íslenska þjóðin mun ekki láta kúga sig til að samninga.
Við göngum ekki að afarkostum af því að það hentar pólitískum hagsmunum ESB.

Íslenska þjóðin krefst sanngjarnrar málsmeðferðar á sínum úrlausnarefnum og uppgjöri við fortíðina.
Við munum ekki samþykkja veðsetningu á landinu okkar og okkar afkomendum.

Íslenska þjóðin verður að endurheimta stolt sitt og virðingu og tryggja sitt sjálfstæði.

Við þurfum að gera upp okkar mál í fullri sátt við nágrannaþjóðir okkar, enda erum við ekki í neinu stíði við þær.


Þetta verkefni eru núverandi stjórnvöld og stjórnmálaflokkar ófærir um að leysa. Þau eru öll gjörsamlega flækt í spillingarvefinn. Núverandi stjórnvöld hafa ekki lengur umboð þjóðarinnar.

Nýtt afl þarf að koma til. Þeir sem komu Íslensku þjóðinni í vandræði eru ekki þeir sem eru til þess fallnir að leysa vandann.

Áfram Ísland

Baráttukveðjur,

Bjarni Hafsteinsson 

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Stefán, þú ert réttsýnn & góður drengur.  Ég náði af mér blindu flokkshollustunni á landsfundi 2001 & hef síðan náð fínni sátt við minn innri fálkalega mörð í pólitíkinni.

Óska þér hins sama.

Íslandi allt...

Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:54

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég vísa ábyrgðinni á hendur íslenskra ráðamanna. Það verða eftirmálar eftir þetta og ég mun gera mitt til að draga Björgúlf, Ingibjörgu og Geir persónulega til ábyrgðar fyrir að senda klyfjar á mig og börn mín. Þeir sem vilja hjálpa bendi ég á að koma á borgarafund í kvöld klukkan 20. á NASA. Krefjumst svara - Virkjum lýðræðið - Höldum friðinn.

Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 02:32

9 identicon

Ekki ætla ég að borga neinn brúsa fyrir þessa óráðsíumenn.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:58

10 identicon

Mér er gjörsamlega fyrimunað að skilja afhverju menn hafa fundið nær allar óþekktar stærðir í þessari jöfnu en ekki vera í stand til að fá rétta útkomu! Útrásargreifarnir eru í besta falli fjárglæframenn. Ráðamenn eru í bedsta falli bjánar. Fjölmiðlar láta í besta falli vera að greina frá sannleikanum og almeningur hreifst með í öllu svikagillinu. Þetta er öllum ljóst í dag. Okkur er einnig ljóst að það vorum ekki við sem stoppuðum svallveisluna. Hún gekk einfaldlega úr böndunum þar til við vorum stoppuð af utanfrá.

Nú sitjum við með sárt ennið og reiknum fram og til baka hvernig best er að komast út úr þessu á ódýrasta hátt. Lána gjaldmiðil frá öðrum þjóðum. Fá lán frá öllum vinum okkar. Arðræna fiskistofnana. Neita að greiða skuldir. Selja náttúruna undir virkjanir og stóriðju. Eða hlaupa heim til mömmu í ESB fangið. Ótölulegar hugmyndir hafa komið fram. En engin virðist sjá að við setjum ennþá allt í hendurnar á mönnum sem eru gjörsamlega rúnir öllu trausti erlendis frá. Þessir menn hafa engan möguleika á að bjarga einu eða neinu.

Bjarni Hafsteinsson skrifar að stjórnvöld hafi ekki umboð þjóðarinnar. Jú Bjarni, við kusum þá og þeir eru enn við stjórn! Marinó skrifar að við eigum að gefa stjórninni frið. Frið til hvers? Þeir hafa engan möguleika á öðru en að gangast að afarkostum IMF. Eigum við að gefa þeim frið til þess?

Við höfðum tækifærið til þess að sýna öðrum þjóðum að Íslendingar fylgi ekki þessum mönnum lengur og viljum þá frá. Við höfðum tækifæri til að sýna að við treystum ekki þessum mönnum frekar en aðrar þjóðir. En það tækifæri er að renna okkur úr greypum. Aðrar þjóðir sjá því miður engan mun á títtnefndum ráðamönnum sem koma ennþá fram fyrir þjóðina og sjálfri þjóðinni. Ef við hefðum staðið upp með það sama og komið þessum mönnum frá, hefði landslagið séð allt öðruvísi út í dag. Allt aðrir möguleikar hefðu verið í boði.

Það er ennþá smá möguleiki, en það er engin tími til kurteisislegra samkomu á frídegi einu sinni í viku. En ef það á að heppnast verður það að gerast nú! Annars verðum við svínbeygð í nafni eigin óreiðuráðamanna og ekki aftur snúið!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:20

11 identicon

Thor Svensson skrifar:

"Við höfðum tækifærið til þess að sýna öðrum þjóðum að Íslendingar fylgi ekki þessum mönnum lengur og viljum þá frá. Við höfðum tækifæri til að sýna að við treystum ekki þessum mönnum frekar en aðrar þjóðir. En það tækifæri er að renna okkur úr greypum. Aðrar þjóðir sjá því miður engan mun á títtnefndum ráðamönnum sem koma ennþá fram fyrir þjóðina og sjálfri þjóðinni. Ef við hefðum staðið upp með það sama og komið þessum mönnum frá, hefði landslagið séð allt öðruvísi út í dag. Allt aðrir möguleikar hefðu verið í boði. "

Tækifærið er ekki runnið okkur úr greipum. Ríkistjórnin þarf að fara frá með góðu eða illu. Hvað með utanþingsstjórn? Hvað sem gerist er ljóst að nýjir ráðamenn þjóðarinnar verða að koma úr öðrum áttum, ekki frá núverandi stjórnmálaflokkum eða viðskipta(banka)lífi, þetta fólk er allt upp til hópa flækt í spillingarvefi og óstjórn síðustu ára.  

Ég endurtek: Þeir sem komu okkur ( íslensku þjóðinni) í vanda eru algerlega ófærir um að koma okkur úr vandanum.

 Bjarni Hafsteinsson

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:25

12 identicon

Fullkomlega sammála Hafstein. En það þarf að koma þeim frá nú! Áður en þeir ná að gera afarkostasamninga fyrir okkar hönd í máttlausri tilraun til að bjarga eigin skinni.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband