16.11.2008 | 21:46
Ósigur Íslands gegn alþjóðasamfélaginu
Mér finnst það sorglegasta staðreyndin í öllum efnahagsþrengingum Íslands að enginn stóð með okkur í Icesave-baráttunni. Við vorum ein og gátum ekki unnið þann slag, hann var fyrirfram tapaður. Ekki einu sinni Norðurlöndin voru tilbúin að leggja okkur lið nema við tækjum á okkur þær þungu byrðar sem fylgja Icesave. Þegar svo er komið málum erum við í orðsins fyllstu merkingu á köldum klaka. En það er samt viss léttir að þetta mál er úr sögunni, þó það sé mikið áfall fyrir íslensku þjóðina.
Ég man ekki eftir því hvenær við þurftum að láta í minni pokann í eins mikilvægu máli, urðum hreinlega að sætta okkur við það ofbeldi sem alþjóðasamfélagið beitti okkur, safnaði liði gegn hagsmunum okkar. Þetta eru þung og erfið örlög, en við komumst vonandi í gegnum það. Ég er þess fullviss að varnarleysi okkar lék lykilhlutverk í þessari niðurstöðu. Við höfðum ekki áhrifamátt eða kraft á alþjóðavísu til að berjast gegn þessu.
Er fjarri því viss um að við hefðum verið snarbeygð svona ef við hefðum herafla eða einhvert annað áhrifaafl á þeim mælikvarða. Við vorum einfaldlega snúin niður og neydd til uppgjafar. Þetta er erfitt fyrir íslensku þjóðarsálina hvað það varðar. En nú verður að horfa fram á veginn en ekki aftur. Við höfum ekki afl til að berjast gegn alþjóðasamfélaginu og fara gegn því öllu sem heild.
Hitt er svo annað mál að ég er vægast sagt óhress með því að þetta sé niðurstaðan - að framtíðarkynslóðir landsmanna verði að bera þennan skuldahala. Skelfileg niðurstaða fyrir þjóðina - þetta er áfellisdómur yfir þeim sem ráða för í landsmálunum og sváfu á verðinum í marga mánuði, voru ekki í sambandi á dýrmætum tíma mánuðina fyrir bankahrunið.
Ég man ekki eftir því hvenær við þurftum að láta í minni pokann í eins mikilvægu máli, urðum hreinlega að sætta okkur við það ofbeldi sem alþjóðasamfélagið beitti okkur, safnaði liði gegn hagsmunum okkar. Þetta eru þung og erfið örlög, en við komumst vonandi í gegnum það. Ég er þess fullviss að varnarleysi okkar lék lykilhlutverk í þessari niðurstöðu. Við höfðum ekki áhrifamátt eða kraft á alþjóðavísu til að berjast gegn þessu.
Er fjarri því viss um að við hefðum verið snarbeygð svona ef við hefðum herafla eða einhvert annað áhrifaafl á þeim mælikvarða. Við vorum einfaldlega snúin niður og neydd til uppgjafar. Þetta er erfitt fyrir íslensku þjóðarsálina hvað það varðar. En nú verður að horfa fram á veginn en ekki aftur. Við höfum ekki afl til að berjast gegn alþjóðasamfélaginu og fara gegn því öllu sem heild.
Hitt er svo annað mál að ég er vægast sagt óhress með því að þetta sé niðurstaðan - að framtíðarkynslóðir landsmanna verði að bera þennan skuldahala. Skelfileg niðurstaða fyrir þjóðina - þetta er áfellisdómur yfir þeim sem ráða för í landsmálunum og sváfu á verðinum í marga mánuði, voru ekki í sambandi á dýrmætum tíma mánuðina fyrir bankahrunið.
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Stjórnvöld eru líka búin að gera hverja gloríuna á fætur annarri í óðagotinu
Það versta er að það hefði verið hægtað koma í veg fyrir þetta ef stjórnvöld hefðu kunnað að lesa út úr þeim viðvörunum sem komnar voru fram og það er þeirra hlutverk
Sjálfstæðisflokkurinn þarf nýja forustu fólks sem skilur hvað það er að fást við
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 22:06
Sá mekanismi sem menn hugðu að mundi nægja til að balansera ástandið á markaði virkar trúlega ekki án þess að ýtt sé við honum!
Hin ósýnilega hönd markaðarins er frumkvæðislaus og óáreiðanlegur varðhundur. Af þessu má læra.
Flosi Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 22:14
Það verður því miður að líta á síðustu vikur sem glataðan tíma í erfiðri baráttu. Við vorum svínbeygð til undirlægni í þessu máli. Spurningin er hvort að þetta sé forsmekkurinn að samskiptum okkar við ESB um ókomna framtíð og hvort við viljum genga í ESB með þessum formerkjum.
Hvað verður það næst? Fiskveiðistefnan, fjárfestingabann útlendinga í sjávarútvegi og orkulindum? Ég get ekki séð að stóru þjóðirnar hugsi um sanngirni þegar þær eru að verja sína hagsmuni.
Þetta getur þó kennt okkur eitt. Við eigum að nýta okkur alla fyrirvara sem hægt er í tilskipunum ESB. T.d. bara það, að nýta okkur að undanþágur eða afbrigði í slíkum tilskipunum. Samkvæmt tilskipun 97/9/EC sem lög nr. 98/1999 byggja á, þá má samkvæmt grein 4 lið 2:
Skoðum síðan Annex I:
Ég verð að viðurkenna, að ég finn þennan lista ekki í íslensku lögunum. Við erum í okkar lögum að veita víðtækari tryggingar, en þörf er á! Ok, það gerði enginn ráð fyrir því að bankarnir færu með innlánsreikninga til útlanda, en um leið og það var gert, þá átti að breyta lögunum.
Marinó G. Njálsson, 16.11.2008 kl. 22:20
Það gætir því miður ákveðins misskilnings í þessu hjá þér og fjölmörgum öðrum í þessu blessaða Icesave máli. Í fyrsta lagi er mjög skiljanlegt að þeir innlánseigendur sem þar eiga hlut að máli séu sárir og reiðir að tapa sínum innlánum og sætti sig ekki við að vera mismunað miðað við íslenska innlánseigendur.
Ef það hefði verið látið gerast að lágmarksábyrgðirnar giltu ekki á þessum reikningum hefði það hæglega getað þýtt að traust gagnvart innlánsreikningum annarra innlánsstofnana hefði horfið með geigvænlegum afleiðingum. Því var skiljanlegt að ESB þjóðir og fleiri legðust á eitt til að þannig færi ekki því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og Ísland hefur því miður verið í því hlutverki undanfarið.
Það er um þig eins og svo marga aðra þessa dagana að þolinmæðin er nánast engin og stjórnvöldum eru engin grið gefin að vinna að málum af yfivegun. Það er skiljanlegt að við séum reið og sár vegna þess hvernig fór en mikið af þeim málflutningi sem út úr slíku kemur skilar okkur engan veginn fram á við eða út úr þrengingunum.
Uppbyggjandi, málefnaleg og hörð gagnrýni er nauðsynleg en fljótfærnisleg og niðurrífandi gagnrýni gerir aðeins illt verra.
Eyþór H. Ólafsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:50
Góð færsla hjá þér Stefán.
Heyrðuð þið það sem Haarde sagði í fréttunum að " EES samningurinn hafi verið í uppnámi"? Þetta þýðir að ESB hefur hótað að segja einhliða upp EES samningunum við Ísland til að þvinga okkur til að leita ekki réttarúrræða.
Vilja menn virkilega framselja öll okkar ráð í hendur aðilum sem sýna þjóð okkar slíka óbilgirni?
Sigurður Þórðarson, 16.11.2008 kl. 23:47
Sæll Stéfán
Ég vil segja þér og öllum þínum félögum eftirfarandi:
ESB hefur vissulega náð að kúga sitjandi Íslensk stjórnvöld, en bandalagið á eftir að sigra Íslensku þjóðina.
Sitjandi stjórnvöld hafa ekki umboð þjóðarinnar til að samþykkja þessa þrælasamninga.
Íslenska þjóðin mun ekki láta kúga sig til að samninga.
Við göngum ekki að afarkostum af því að það hentar pólitískum hagsmunum ESB.
Íslenska þjóðin krefst sanngjarnrar málsmeðferðar á sínum úrlausnarefnum og uppgjöri við fortíðina.
Við munum ekki samþykkja veðsetningu á landinu okkar og okkar afkomendum.
Íslenska þjóðin verður að endurheimta stolt sitt og virðingu og tryggja sitt sjálfstæði.
Við þurfum að gera upp okkar mál í fullri sátt við nágrannaþjóðir okkar, enda erum við ekki í neinu stíði við þær.
Þetta verkefni eru núverandi stjórnvöld og stjórnmálaflokkar ófærir um að leysa. Þau eru öll gjörsamlega flækt í spillingarvefinn. Núverandi stjórnvöld hafa ekki lengur umboð þjóðarinnar.
Nýtt afl þarf að koma til. Þeir sem komu Íslensku þjóðinni í vandræði eru ekki þeir sem eru til þess fallnir að leysa vandann.
Áfram Ísland
Baráttukveðjur,
Bjarni Hafsteinsson
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:59
Stefán, þú ert réttsýnn & góður drengur. Ég náði af mér blindu flokkshollustunni á landsfundi 2001 & hef síðan náð fínni sátt við minn innri fálkalega mörð í pólitíkinni.
Óska þér hins sama.
Íslandi allt...
Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:54
Ég vísa ábyrgðinni á hendur íslenskra ráðamanna. Það verða eftirmálar eftir þetta og ég mun gera mitt til að draga Björgúlf, Ingibjörgu og Geir persónulega til ábyrgðar fyrir að senda klyfjar á mig og börn mín. Þeir sem vilja hjálpa bendi ég á að koma á borgarafund í kvöld klukkan 20. á NASA. Krefjumst svara - Virkjum lýðræðið - Höldum friðinn.
Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 02:32
Ekki ætla ég að borga neinn brúsa fyrir þessa óráðsíumenn.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:58
Mér er gjörsamlega fyrimunað að skilja afhverju menn hafa fundið nær allar óþekktar stærðir í þessari jöfnu en ekki vera í stand til að fá rétta útkomu! Útrásargreifarnir eru í besta falli fjárglæframenn. Ráðamenn eru í bedsta falli bjánar. Fjölmiðlar láta í besta falli vera að greina frá sannleikanum og almeningur hreifst með í öllu svikagillinu. Þetta er öllum ljóst í dag. Okkur er einnig ljóst að það vorum ekki við sem stoppuðum svallveisluna. Hún gekk einfaldlega úr böndunum þar til við vorum stoppuð af utanfrá.
Nú sitjum við með sárt ennið og reiknum fram og til baka hvernig best er að komast út úr þessu á ódýrasta hátt. Lána gjaldmiðil frá öðrum þjóðum. Fá lán frá öllum vinum okkar. Arðræna fiskistofnana. Neita að greiða skuldir. Selja náttúruna undir virkjanir og stóriðju. Eða hlaupa heim til mömmu í ESB fangið. Ótölulegar hugmyndir hafa komið fram. En engin virðist sjá að við setjum ennþá allt í hendurnar á mönnum sem eru gjörsamlega rúnir öllu trausti erlendis frá. Þessir menn hafa engan möguleika á að bjarga einu eða neinu.
Bjarni Hafsteinsson skrifar að stjórnvöld hafi ekki umboð þjóðarinnar. Jú Bjarni, við kusum þá og þeir eru enn við stjórn! Marinó skrifar að við eigum að gefa stjórninni frið. Frið til hvers? Þeir hafa engan möguleika á öðru en að gangast að afarkostum IMF. Eigum við að gefa þeim frið til þess?
Við höfðum tækifærið til þess að sýna öðrum þjóðum að Íslendingar fylgi ekki þessum mönnum lengur og viljum þá frá. Við höfðum tækifæri til að sýna að við treystum ekki þessum mönnum frekar en aðrar þjóðir. En það tækifæri er að renna okkur úr greypum. Aðrar þjóðir sjá því miður engan mun á títtnefndum ráðamönnum sem koma ennþá fram fyrir þjóðina og sjálfri þjóðinni. Ef við hefðum staðið upp með það sama og komið þessum mönnum frá, hefði landslagið séð allt öðruvísi út í dag. Allt aðrir möguleikar hefðu verið í boði.
Það er ennþá smá möguleiki, en það er engin tími til kurteisislegra samkomu á frídegi einu sinni í viku. En ef það á að heppnast verður það að gerast nú! Annars verðum við svínbeygð í nafni eigin óreiðuráðamanna og ekki aftur snúið!
Thor Svensson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:20
Thor Svensson skrifar:
"Við höfðum tækifærið til þess að sýna öðrum þjóðum að Íslendingar fylgi ekki þessum mönnum lengur og viljum þá frá. Við höfðum tækifæri til að sýna að við treystum ekki þessum mönnum frekar en aðrar þjóðir. En það tækifæri er að renna okkur úr greypum. Aðrar þjóðir sjá því miður engan mun á títtnefndum ráðamönnum sem koma ennþá fram fyrir þjóðina og sjálfri þjóðinni. Ef við hefðum staðið upp með það sama og komið þessum mönnum frá, hefði landslagið séð allt öðruvísi út í dag. Allt aðrir möguleikar hefðu verið í boði. "
Tækifærið er ekki runnið okkur úr greipum. Ríkistjórnin þarf að fara frá með góðu eða illu. Hvað með utanþingsstjórn? Hvað sem gerist er ljóst að nýjir ráðamenn þjóðarinnar verða að koma úr öðrum áttum, ekki frá núverandi stjórnmálaflokkum eða viðskipta(banka)lífi, þetta fólk er allt upp til hópa flækt í spillingarvefi og óstjórn síðustu ára.
Ég endurtek: Þeir sem komu okkur ( íslensku þjóðinni) í vanda eru algerlega ófærir um að koma okkur úr vandanum.
Bjarni Hafsteinsson
Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:25
Fullkomlega sammála Hafstein. En það þarf að koma þeim frá nú! Áður en þeir ná að gera afarkostasamninga fyrir okkar hönd í máttlausri tilraun til að bjarga eigin skinni.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.