IMF-lánið samþykkt seint og um síðir

Seint og um síðir hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn nú samþykkt lánveitingu til Íslands. Þetta hefur verið erfið fæðing fyrir þjóðina og biðin verið erfið. Áður en að lokasprettinum kom þurfti að keyra okkur upp að vegg og samþykkja að taka á okkur byrðarnar af Icesave. Sá ósigur er mikið högg fyrir þjóðina, en við vorum ein á báti í okkar baráttu. Sá táknræni ósigur opnar þó þessar dyr. Nú verður að ráðast hvort ráðamenn hafa tekið réttar ákvarðanir og markað rétta leið. Næstu skref ráða úrslitum um það.

Með þessari afgreiðslu ætti þjóðin að geta fengið eitthvað lánstraust og vonandi tekst nú að endurbyggja eitthvað af orðspori okkar upp. Slíkt mun þó taka mjög langan tíma og þessi afgreiðsla er aðeins fyrsta skrefið á langri leið. Óvissuferðinni er fjarri því lokið en vonandi tekst nú að byggja einhvern stöðugleika þar sem allt var hrunið áður. Nú fyrst kemur reynsla á hvort stjórnvöld tóku réttar ákvarðanir og hafa markað rétta leið fyrir þjóð í miklum vanda, þjóð sem hefur ekki lánstraust og stöðu til neins.

Ég vona okkar vegna að þetta verði auðveld vegferð framundan en óttast aðeins það versta því miður. Svo margt hefur breyst á þessum örfáu vikum að við vitum hið eina í stöðunni að ekkert er öruggt. En það er mikilvægt að vona það besta. Ég tel þó afdráttarlaust að um leið og við höfum náð áttum verði að fara fram kosningar og leyfa kjósendum að taka afstöðu til flokka og forystumanna. Við verðum að eiga nýtt upphaf að mjög mörgu leyti eftir þetta gerningaveður.

mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gildran lokast.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.11.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband