Sameining í sjónmáli - rannsaka þarf alla þætti

Mér finnst það ágætis hugmynd að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann, en ég tel að það verði að fara yfir þau mál vel og gera það sómasamlega áður en af því verður. Fjármálaeftirlitið með hina ósýnilegu Jónas og Jón í fararbroddi er stórlega rúið trausti og vandséð hvernig því verður treyst framar eftir að hafa sofið gjörsamlega á verðinum, með sína traustu stöðu til að grípa inn í og taka af skarið. Enda varla furða að það náist ekki í þá sem stjórna þessari stofnun og eru í raun valdamestu menn landsins á þessari stundu.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, kom reyndar í fjölmiðla í gær. Það lá við að þjóðin væri búin að gleyma hvernig hann liti út og þekkti ekki heldur röddina, enda hefur þessi valdamesti maður samfélagsins verið í felum vikum saman og ekki lagt í viðtöl, frekar en Jónas. Skil ekkert í að þessir menn komist upp með það að þegja vikum saman með öll þau völd sem þeir hafa í höndum sér - hafa öll stjórntæki hjá sér.

Allir hljóta að sjá að mikil uppstokkun verður að eiga sér stað og sameina þarf þessar stofnanir. Víðtæk rannsókn þarf þó að fara fram á ferlinu sem leiddi til bankahrunsins og kanna stöðu þeirra sem leiddu sérstaklega Fjármálaeftirlitið. Þögn æðstu stjórnenda þar er ekki boðleg, ef undan er skilið fjölmiðlaframkoma Jóns í gær.

mbl.is Hugmynd forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband