Sólóspil á Alþingi - að vera eða ekki vera...?

Ég velti því fyrir mér eftir orðaskipti Geirs H. Haarde og Helga Hjörvar á Alþingi í morgun hvað sé eftir af þessu stjórnarsamstarfi. Mér finnst þetta ekki trúverðugt að aðilar innan stjórnarsamstarfsins séu að hnakkrífast í þingsal um lykilhluti og geti ekki unnið að því að leysa mál. Stóri vandinn í þessu samstarfi er að sumir þingmenn eru bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn, þó meira hið síðarnefnda að undanförnu. Slík staða er algjörlega óviðunandi.

Geti þingmenn í samstarfi ekki unnið saman að vandanum er alveg ljóst að tiltrú almennings á hópinn minnkar og jafnvel gufar upp. Almenningur getur varla treyst ríkisstjórn sem getur ekki unnið saman að því að leysa vandann en leyfir hverjum þingmanni að vera í sólóspili fyrir sjálfan sig.

mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú ekki hnakkrifildi Stebbi. HH talaði bara um trúverðugleika og tiltrú flestra í þjóðfélaginu, eða brest. Þú mátt auðvitað vera í hópi hinna, en smá hviður eru bara hressandi fyrir hjónaband. HH er ekki einleikari.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enda þótt alvarleiki sá er þjóðin stendur frammi fyrir núna sé af áður óþekktri stærð hefur þessi hraða atburðarás greinilega ekki verið nægilega hröð. Trúverðugleiki stjórnvalda var orðinn umdeildur og reyndar fremur lítill í septemberlok. Þá dundi yfir þessa þjóð það fárviðri ótíðinda sem allir þekkja. Í fyrstu lamaðist þjóðin; hún fann sig einhvern veginn ráðvillta og örbjarga. Síðan hefur þessi þjóð orðið nætum daglega vitni að hverju málinu öðru verra sem öll beinast að tortryggni aðalpersónanna hverra í annara garð og meintum refsiverðum gerningum eða í það minnsta vafasömum.

Þjóðin sljóvgaðist svo að nú þykja engin tíðindi í þessa veru ástæða til óróa umfram slæma veðurspá.

Nokkrir einstaklingar hafa gengið fram fyrir skjöldu og safnað þolendum saman á fjöldafundi. Á þessum fundum hefur fólkið sameinast í örvæntingarfullu ákalli til gerendanna í málinu að víkja af vettvangi og fela hlutlægum fagmönnum það vandasama verk að stýra þeirri atburðarás sem óhjákvæmilega fer nú í gang og drýgir kynslóðum örlög. Við þessu er brugðist með hroka og afneitun. Þetta er ekki boðlegt.

Íslenska þjóðin biður ekki um áflog og hanaslag þess ógæfufólks sem illu heilli felur sig nú á bak við "umboð þjóðarinnar." Þetta ástand er svo alvarlegt að fólk er farið að sjá fyrir sér þau örþrifaráð til að losna við stjórnvöld sem ég forðast að nefna. 

Árni Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er þingmanna að setja samfélaginu reglur til að starfa eftir, til þess eru þeir kosnir sem okkar fulltrúar.

Þessari skildu hafa þeir brugðist.

Þau voru of upptekin við að úthluta stjórnmálaflokkum landsins miljóna tugi úr Ríkissjóðnum okkar, til að fjármagna reksturinn og lygarnar í okkur.

Þau voru of upptekin við að úthluta sjálfum sér ofureftirlaun ,og sporslur til þeirra sem ekki voru kjörnir síðast að jötunni, þeir sjá um sig og sýna.

Nú hamast þetta fólk við að saka aðra um að hafa brugðist, kjarklausa lyddurnar reka rýtinga í bak allra annarra, í stað þess að axla ábyrgð á eigin aðgerðarleysi.

Er hægt að leggjast mikið lægra, við að drekkja sannleik að hætti tungufossa.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.11.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það eru enn þá þingmenn þarna sem eru ekki búnir að fatta enn þá að þeir eru í ríkisstjórn.    Ekki það;  Það er gott að vera gagnrínin á sjálfan sig en þetta var nú hálf skondið þarna í dag.  

Marinó Már Marinósson, 20.11.2008 kl. 16:30

5 identicon

Það er greinilegt að stjórnarflokkarnir tveir geta engan veginn unnið saman að neinu máli eins og staðan er í dag og virðist það vera aðalmálið hjá flokksmönnum Samfylkingarinnar að koma óánægju sinni með Seðlabankastjórn á framfæri. Þetta er skömmustulegt fyrir báða flokka og er spurning hvort Sjálfstæðismenn verði ekki einfaldlega að slíta sjálfir stjórnarsamstarfinu.

Páll Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband