Enn einn snúningurinn í viðbót í hringekju Baugs

Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hoppandi hissa yfir því að Hagar hafi fengið bitastæðustu hlutina af brunarústum BT. Velti þó bara fyrir mér hvar Jón Ásgeir hafi fengið peningana til að kaupa þennan rekstur, en kannski er það jafn fáránlega auðvelt svar og við öðru sem er að gerast þessa dagana. Þrátt fyrir skuldahala á annan milljarð gengur þetta í gegn eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta er allavega enn ein viðbótin í absúrdismann í samfélaginu.

Til að bæta gráu ofan á svart var breytt um nafn á 365 í dag til að reyna að taka okkur í enn einn hringinn í hringekjuna hjá þessu liði. Nafnið Íslensk afþreying er ágætt orð yfir það sem þetta lið er að gera, rétt eins og fyrirtækið. Velti því bara fyrir mér hvaða hringekjusnúningur verður næst í fréttum.


mbl.is BT verslanir undir hatt Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband