Áætlun um að vernda Jónas hinn ósýnilega

Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég heyrði að gerð hefði verið sérstök áætlun til að vernda Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir fjölmiðlum og koma í veg fyrir að hann þyrfti að tala um bankahrunið og sofandagang stofnunarinnar. Er ekki hissa, enda hefur Jónas verið algjörlega ósýnilegur í þessari kreppu og komist upp með að þegja algjörlega og svara ekki fjölmiðlum. Aðeins fyrir örfáum dögum fékkst Jón Sigurðsson, varaformaður bankaráðs Seðlabankans og stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins í fjölmiðla til að segja eitthvað.

Hvar í siðmenntuðu landi kæmust lykilmenn af þessu tagi upp með að þegja í margar vikur og ekki tjá sig um fjölmiðla. Hlutur Fjármálaeftirlitsins á að vera í umræðunni, enda eru þetta þær eftirlitsstofnanir sem áttu að vera vakandi en brugðust gjörsamlega hlutverki sínu. Þeir sem þarna ráða för hafa sloppið mjög billega, einum of. En það er kannski ekki skrýtið að þeir sleppi frá óþægilegum spurningum þegar byggður er varnarmúr utan um þá og til að koma í veg fyrir að þeir tali hreint út.

Þess ber reyndar að geta að forstjórinn ósýnilegi verður gestur í þætti Björns Inga á morgun. Sá þáttur er að verða athvarf þeirra sem þurfa á skjóli að halda, en meðal þeirra sem þar hafa komið í drottningarviðtöl eru Sigurður Einarsson og Hannes Smárason, fyrrum menn ársins í viðskiptalífinu og útrásarvíkingar með meiru.


mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband