Samfylkingin bakkar upp kosningastefnu ISG

ISG
Augljóst er að flokksmenn í Samfylkingunni bökkuðu upp skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að boða ekki til kosninga með því að klappa svo mjög fyrir ræðu hennar. Því er lýst á vef RÚV að dynjandi lófatak hafi verið á meðan ræðunni stóð. Ekki hægt að túlka það öðruvísi en sem svo að stefna formannsins verði ofan á og hún hafi enn sterka stöðu innan flokksins eftir að hún kom fram með ábyrga afstöðu sína.

Finna mátti fyrir því á bloggsíðum í gær að sumir Samfylkingarfélagar voru ósáttir við skoðun formannsins en þeir hafa greinilega ekki látið það koma fram meðan formaðurinn endurtók sama boðskap á flokksstjórnarfundinum í Garðabæ. Ekki er hægt að túlka það öðruvísi en sem stuðning við hana og orð hennar.

mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband