Eigendahagsmunir á leiðarasíðu Fréttablaðsins

jaj fbl
Ég hef aldrei séð eigendahagsmuni koma eins vel fram í Fréttablaðinu eins og í sunnudagsblaðinu. Á sama tímapunkti og Agnes Bragadóttir kemur með leiftrandi grein um Glitni og FL Group í sunnudagsmogga (sem er prentað örfáum klukkustundum fyrir sunnudagsprentun fbl) svarar Jón Ásgeir Jóhannesson skrifum hennar á leiðarasíðunni sjálfri við hlið ábyrgrar greinar Björns Inga, sem hverfur við hlið eigendadálksins (grein var kippt út á síðustu stundu fyrir grein jáj).

Ef þetta er ekki að ganga hagsmuna eiganda síns þá veit ég ekki hvað skal kalla það. Mér finnst þetta rýra stöðu Fréttablaðsins og stimpla hann aðeins sem eigendavænan fjölmiðil í besta falli orðað. Og eflaust er þetta ekki fyrsta dæmið um slíkt þó það sé skelfilega áberandi að maður þarf að vera blindur til að taka ekki eftir því. Mikið er nú ömurlegt að horfa á fjölmiðlalitrófið þegar fjölmiðlakóngurinn fær svona royal treatment í blaðinu sínu.

Svo er fólk hissa á því að fjölmiðlarnir í landinu hafi verið gjörsamlega ónýtir og steinsofið. Fjórða valdið er jú undir hælnum á þeim sem spiluðu djarft í útrásinni.

mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sé ekkert athugavert við þetta ,ekki frekar en þetta hjá Aggnesi í Mogqa!!!!/alls ekki/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.11.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Stefán Sunnudags Morgunblaðið byrjar í prentun um kl. 12:30 á laugardegi. Sunnudags Fréttablaðið fer í prentun um kl 22:30 þannig að Jón Ásgeir hefur rúmann tíma til að lesa grein Agnesar og skrifa grein og byrta í Sunnudags Fréttablaðinu.

Mér er spurn afhverju Agnes þegir þunnu hljóði um Landsbankann og Björgúlf Guðmundsson og son hans og þá preláta sem voru/eru með honum í hans peningafalli.

Kannski er það vegna þess að þeir feðgar eiga Morgunblaðið að mestu, Þó nýi Glitnir rói að því öllum árum að keyra það í þrot til að koma því í hendur á "réttum" eigendum.

Sverrir Einarsson, 24.11.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað viltu þá segja um smjörklípu Björgólfs eiganda Morgunblaðsins?

Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Þið þurfið ekki að eiga von á varnarræðu fyrir Björgólf frá mér. Ég skrifaði þennan pistil þegar Moggaviðtalið við hann birtist. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að þetta sé til skammar fyrir Fréttablaðið að birta grein jáj á leiðarasíðunni með engum fyrirvara og kasta út annarri grein. Þetta er einum of. En þetta er blaðið hans og það sést greinilega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.11.2008 kl. 11:37

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þakka svarið

Gestur Guðjónsson, 24.11.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband