Séðogheyrt - blaðamennska

Mér finnst svolítið skondið að rekast á þessar ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna á mbl. Þessi séðogheyrt - blaðamennska er að verða æ meira áberandi. Ég var eiginlega að vonast til að þessi rósrauða pressa væri bara á öðrum fréttavefum og hægt að passa upp á hana þar, en svo er nú víst alls ekki.

Kannski getum við verið sæl með þetta þangað til að ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna heima fara að dúkka upp á mbl.is. Og þó ég gleymdi því við eigum ekkert ríkt fólk lengur sem vill láta sjá sig hérna heima nema þá örfáa lánlausa menn í felum, en dveljast að mestu leyti erlendis.

Mér fannst tilraunir sumra hérna heima til að gera Ásdísi Rán að einhverri táknmynd ríka og fræga fólksins í fréttaumfjöllun mistakast frekar hrapallega. En ég afþakka samt svona blaðamennsku, hún á helst heima annarsstaðar.

mbl.is Sáust kyssast og knúsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MacGyver

Svona fréttamennska virðist skila sér... þessi grein er núna #1 í Mest lesið.

MacGyver, 24.11.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Heimir Hannesson

Sammála! haha ... Þyrfti helst að vera on/off hnappur á þessum "fólk" dálki hérna í "net-mogganum"...

Heimir Hannesson, 24.11.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þarna er ég sammála.

Ég held að ef þetta ætti að vera fréttamatur þá væri þetta góð fyrirsögn EF um væri að ræða stjórn og stjórnarandstöðu á þingi.

Svo var nú ekki þannig að þessi "frétt" á bara heima í séð og heyrt.

Ólafur Björn Ólafsson, 24.11.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband