Sonur Kauphallarforstjóra handtekinn

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sonur Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, verið handtekinn sakaður um auðgunarbrot og peningaþvætti. Mér sýnist allt þetta Virðingarmál vera dapurlegt og þar leynist margt miður geðslegt undir niðri. Þetta mál hlýtur að teljast áfall fyrir Þórð, sem hefur verið mjög áberandi í viðskiptalífinu og verið traustur fulltrúi markaðarins í umfjöllun.

Ég er hræddur um að ansi margt leynist undir yfirborðinu í þeirri rannsókn sem fylgir í kjölfar bankahrunsins. Þeir menn sem eru áberandi og leiða mál hafa þegar orðið of nátengdir í það sem gerst hefur bakvið tjöldin og erfitt að sjá hvort og hverjum sé hægt að treysta í því öllu, bæði vegna eigin þátttöku á markaði og fjölskyldutengsla.

mbl.is Risavaxnar millifærslur hjá Virðingu hf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband