Birna staðfestir greinaskrif Agnesar Bragadóttur

Ég veit ekki hvernig öðruvísi skal túlka yfirlýsingu Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, en sem staðfestingu á greinaskrifum Agnesar Bragadóttur í sunnudagsmogganum. Þetta kemur í beinu framhaldi af þeim umdeildu skrifum sem Jón Ásgeir Jóhannesson birti í blaði sínu á besta stað í varnargrein gegn Agnesi og afhjúpunum hennar, í grein sem skrifuð var eftir að sunnudagsmogga var lokað og þar til sunnudagsfréttablað fór í prentun. Úrvalsþjónusta fyrir fjölmiðlakóng á eigin fjölmiðli, svo sannarlega.

Mikið er talað um bankaleynd og hversu langt hún eigi að ganga. Mér finnst blasa við að ýmislegt miður geðslegt á að fela bakvið tjöldin með bankaleyndinni, hún eigi að ná mun lengra en eðlilegt er. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki eigi að afnema hana og koma með allt á borðið.

Mjög mikilvægt er að hreinsa út og greinilegt að þeir eru í bönkunum sem leka gögnum og koma málum á borðið framhjá þeim sem yfir þeim eru og hefur verið felin forysta í bönkunum þó þeir hafi verið á kafi í ruglinu þar áður fyrr.

mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rannsókn strax

palli (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þjóðin logar af kjaftasögum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2008 kl. 19:26

3 identicon

Það falla allir í sömu gryfjuna í blogskrifum sínum við þessa frétt. Bankaleynd er ríkjandi bæði innan bankans sem út á við. Birnu væri því aldrei stætt á því að staðfesta eða hrekja með beinum orðum hvort hér sé um réttar upplýsingar að ræða eða ekki. Þá er óþarfi fyrir almenning að hafa áhyggjur af því að bankaleynd komi í veg fyrir að grunsamleg mál komist upp á yfirborðið, bankaleynd á ekki við gagnvart ákveðnum aðilum, s.s. FME og Ríkisskattstjóra.

rhino (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband