Eðlileg krafa Páls - ófagleg framkoma Péturs

Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, krefjist þess að fréttamaður sem hefur starfað á þess vegum skili myndefni sem hann er að opinbera löngu eftir starfslok og hefur í sjálfu sér engan traustan rétt á að sýna eða eiga. Þetta efni var unnið á meðan hann var á launaskrá hjá Ríkisútvarpinu og er eign þess að öllu leyti. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hversu langan tíma þó það tók fyrir Ríkisútvarpið að setja fram þessa kröfu, enda átti ég í sannleika sagt von á henni í gær eða um helgina.

Pétur hefði alveg getað sagt frá samskiptum sínum við Geir, hafi honum fundist þau óeðlileg. En að flagga efni sem er eign þeirra sem hann vann hjá er fyrir neðan allar hellur, enda sýnist mér á öllu að Pétur skili nú efninu. Svo vaknar við þetta spurningin - eru fréttamenn með efni sem þeir vinna heima hjá sér eða eiga þeir rétt á að afrita það? Mér finnst eðlilegt að þetta verði tekið fyrir með eðlilegum hætti og útkljáð á þar til gerðum stöðum.

Svo er það annað mál að lengi má segja frá og tjá sig um mál. Af hverju var Pétur ekki búinn að blogga um þetta viðtal eða tala um það fyrir löngu, segja frá án þess að ganga svo langt að sýna myndskeið sem hann átti ekki? Þetta vekur auðvitað spurningar um hvort fréttamenn gera þetta almennt, fari heim með gögn, spólur og myndbönd, og liggi á því um langt skeið, enda er t.d. nokkuð um liðið síðan Pétur hætti hjá RÚV.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán, ég skil þína afstöðu vel. Hins vegar tel ég að mannlegi þátturinn spili töluvert inní og að Páll hafi kannski brugðist í hlutverki sínu við að styðja sinn starfsmann á sínum tíma. Mannlegi þátturinn er niðurlæging. Sá sem er niðurlægður getur glímt við gremjuna sem því fylgir töluvert lengi. Þarna var fréttamaðurinn niðurlægður af ráðamanni. Það flokkast undir andlegt ofbeldi eða þannig. Yfirmaður á að styðja sína starfsmenn og gæta þess að greiða úr slíkri niðurlægingu strax í stað þess að stinga henni undir stól. Svona lít ég á málið.   Ég tel að myndbandið sýni þessa niðurlægingu en sé ekki endilega beint að Geir akkúrat núna, hins vegar er ástandið í þjóðfélaginu þannig, að myndbandið er að mörgu leyti táknrænt fyrir það. Þ.e.a.s. þá niðurlægingu sem almenningur í landinu hefur upplifað af hálfu stjórnvalda í formi þagnar og fréttaleysis af gangi mála, m.ö.o. hunsun.

Nína S (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:45

2 identicon

"En að flagga efni sem er eign þeirra sem hann vann hjá"

Hjá hverjum vann hann og hverra er eignin ? 

Atli (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 01:49

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Heurðu einhverntíma heyrt um höfunarrétt? Kynntu þér þau lög.

Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 08:29

4 identicon

Þetta eru tvö myndskeið. Hið fyrra er eign RÚV en hið síðara í eigu St2. Seinna myndskeiðið er í raun það sem sýnir rimmuna. Svona rimma er nokkuð algeng og enginn stjórnmálamaður í raun saklaus. Perónulega hef ég orðið vitni að slíkri rimmu sérlega hjá einum ónefndum bæjar- og þingfulltrúa. Ég veit að svona rimmur eru til hjá sjónvarpsstöðvunum og verið spilað fyrir fólk. Það sem er sjaldgæft er að þetta er gefið út. Tæknin er orðin þannig að þó svona gögnum sé skilað þá eru þau komin yfir fjöll og höll. Fróðlegt er að fá álit Blaðamannafélagsins.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:00

5 identicon

Athyglisverð færsla.

Er upptakan eign  Ríkisútvarpsins?

Vissi Ríkisútvarpið ekki af henni fyrr en hún komst í fjölmiðla?

Er þetta  enn eitt dæmið um ófagleg vinnubrögð starfsmanna og skort á starfsreglum stofnanna?

Agla (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nú hefur því verið haldið fram hér á öðrum blogsíðum að það séu fréttamennirnir, sem eigi höfundarréttinn af viðtölum sínum og að til dæmis hafi sjónvarpstöðvarnar ekki heimild til að endursýna viðtöl eins og þetta nema með samþykki viðkomandi fréttamanns. Ef þetta er rétt hefur fréttamaðurinn væntanlega heimild til að afrita allt slíkt efni og nota eins og honum þóknast.

Það, sem ég vil gagnrýna bæði Pétur og Pál fyrir var að þessi geðvonska Geirs hafi ekki verið sýnd með fréttinni á sínum tíma. Þjóðin á rétt á að fá að vita hvaða mann þeir hafa að geyma, sem eru í æðstu stöðum í þjóðfélaginu. Það átti því aldrei að klippa þetta efni frá öðru í viðtalinu.

Sigurður M Grétarsson, 26.11.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin

Af hverju lét Pétur ekki reyna á hver ætti myndbandið og hvar rétturinn á því væri? Af hverju bakkaði hann fyrst myndbandið var birt á annað borð? Finnst það vera stóra spurningin. Hann hefur algjörlega bakkað frá þessu og meira að segja beðist afsökunar eins og RÚV bað um.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.11.2008 kl. 13:07

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Á blogsíðunni sinni baðst hann einungis afsökunar á að hafa ekki birt þetta fyrir löngu, ekki fyrir að birta þetta núna.

Sigurður M Grétarsson, 26.11.2008 kl. 16:20

9 identicon

Hann hefur greinilega frekar viljað láta á það reyna.

Myndbandið er komið á Youtube svo það er óþarfi að hanga á einhverri Beta spólu.

Bakkaði hann frá einhverju ? myndskeiðið er komið á alheimsnetið - missjónin búin, þá fer maður bara heim og slakar á.

Bað hann ekki þjóðina afsökunar á að hafa ekki sýnt þetta á sínum tíma ?

Atli (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband