Verður byltingarástand á Austurvelli um helgina?

Ég skil yfirlýsingu Geirs Jóns Þórissonar sem svo að lögreglan sé tilbúin til að grípa til aðgerða fari ástandið úr böndunum á mótmælafundunum á Austurvelli. Verið er að búa almenning undir að þetta gerist ef áður friðsamleg mótmæli snúast upp í andhverfu sína. Ég veit svosem ekki við hverju er að búast.

Mér finnst samt staðan vera þannig að sé fólk tilbúið í alvöru ofbeldi gegn stjórnvöldum muni það gerast um helgina eða á mánudaginn, fullveldisdaginn 1. desember, þegar laganeminn vildi grípa til byltingar, ef ég skildi hana rétt. Við verðum að sjá til hvað gerist. Löggan virðist minna á sig.

mbl.is Á ekki von á byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Hætt við miklum fréttum að fjöldauppsögnum fyrir mánaðarmótin. Það gerir ástandið eldfimara.

Vonum sammt að fólk haldi ró sinni, því staðan er graf alvarleg.

Jón Ragnar Björnsson, 27.11.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Jón Sigurðsson

Þeir sem vilja ganga í ESB nota ekki fullveldisdaginn þann 90. í röðinni til að gera byltingu það væri stílbrot. Forseti vor vill færa þjóðinni þennan dag að nýju a.m.k.  sagði hann það er hann setti Alþingi í haust. Ég trúi ekki öðru en fólkið fylki sér um "sameiningartákn" þjóðarinnar og sitji á sér til að minnast baráttunnar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar en eftir 1. des verða nokkrir tilbúnir til að selja sjálfstæðið fyrir sjónhverfingar tækifærissinna. 

Jón Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 18:31

3 identicon

Það verður engin bylting gerð fyrr en í febrúar. 1. desember munum við hinsvegar sjá forsmekkinn að því sem koma skal ef enginn verður látinn axla ábyrgð á bankahruninu, spillingunni og leynimakkinu sem okkur er boðið upp á.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:44

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi gerspillta ríkisstjórn okkar ætti auðvitað að segja af sér sem fyrst. En fyrst þau virðast ekki ætla að gera það heldur sitja sem fastast, hvað eigum við þá til bragðs að taka? Afhverju var Haukur Hilmarsson handtekinn fyrir að mótmæla með lýðræðislegum hætti, en ekki Geir Hilmar Haarde & félagar fyrir embættisafglöp og tröðkun á lýðræðinu? Ef við fjarlægjum þetta fólk af valdastólum með öllum tiltækum ráðum þá erum við ekki að berjast gegn lýðræði heldur með því. Burt með fasismann úr íslensku þjóðfélagi!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.11.2008 kl. 21:19

5 identicon

Orð Evu Hauksdóttur hér að ofan eru merkileg. Ef enginn þarf að axla ábyrgð á bankahruninu þá verður sko aldeilis gerð bylting.

En þarf enginn að axla ábyrgð á því að brjótast inn á lögreglustöð?

Maður spyr sig.  

Máni Atlason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 02:28

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið.

Þakka þér sérstaklega Máni fyrir flott innlegg.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.11.2008 kl. 17:35

7 identicon

Ég býst við að ef lögreglan þorir að vekja ennþá meiri athygli á ólíðandi vinnubrögðum sínum, þá verði einfalt að leggja fram ákæru. Fari svo ótrúlega að það verði gert, verða það ekki mótmælendur sjálfir sem fá tækifæri til að rannsaka sig. Ég stóefast þó um, þrátt fyrir atburði síðasta laugardags að lögreglan sé nógu dómgreindarlaus að ögra okkur meira í bili.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband