Skiljanleg óánægja atvinnurekenda í nýju landslagi

Ég skil vel gremju og óánægju atvinnurekenda með hið nýja landslag sem fylgir lagasetningu um gjaldeyrismál. Með því að fleyta krónunni ekki að fullu verður ríkisvaldið enn meira en flestum óraði fyrir þegar bankarnir hrundu. Þarna tekur ríkið sér völd sem við höfum oft heyrt um en aldrei viljað heimfæra á Ísland. Get ekki sagt að mér finnist þetta ánægjulegt skref, en eitt er þó ljóst og það er að stjórnvöld taka mikla áhættu, einkum forystumenn Sjálfstæðisflokksins þar sem haftapólitík hefur ekki verið hátt skrifuð.

Vilhjálmur Egilsson, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í rúman áratug og lengi formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, veit alveg hvað hann segir. Varnaðarorð hans og atvinnurekenda almennt er skiljanlegur. Þetta er nýtt landslag. Reyndar er óvissuferðin algjör. Eitt er þó ljóst og það er að stjórnvöld eru tilbúin í mjög vandasamar aðgerðir til að reyna að reisa samfélagið við aftur. Kannski veitir ekki af því að stokka spilin upp og setja umgjörð sem eftir verður tekið.

En erfitt verður að vera í mikilli hugsjónapólitík fyrir suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins á meðan þeirri óvissuferð stendur. Svo mikið er víst.

mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu virkilega að þingmenn Sjálfstæðisflokksins haldi áfram að vera í hugsjónapólitík, ég held að þeir ættu að gera sem minnst, nóg eru þeir búnir að gera hingað til.

Valsól (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það sem Vilhjálmur er að biðja um er að fara ára og stýrislaus út í óvissuna.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.11.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband