Erfiðir tímar framundan hjá kaupmönnum

Þeir kaupmenn sem ég þekki og hef heyrt í eru hræddir við það sem gerist á næstu vikum. Jólaverslunin er framundan og óttinn ekki aðeins hversu mikið verði selt heldur hvort hægt verði að fylla búðirnar af söluvarningi. Nú eru kaupmenn meira að segja í vafa um að geta tryggt okkur jólafötin, jakkaföt og föt almennt muni hreinlega ekki fást. Svo heyrist mér á þeim í matvöruverslunum að alls óvíst sé með jólaávextina.

Haframjölið kláraðist hér á Akureyri í vikunni, svo dæmi sé tekið, og ég gat ekki keypt mér pakka fyrr en ég hafði farið í allar verslanir í bænum þar og fann einn pakka. Hverjum hefði órað fyrir því fyrir aðeins ári að þetta myndi verða svona? Fleiri eru svosem sögurnar um matvöru sem fæst ekki. Held að flestir upplifi þessa stemmningu einhversstaðar. Þeir sem reka verslanir eru hræddir um sinn hag og ekki undarlegt svosem.

Ef ekki mun takast að tryggja jólaverslunina á þeim hlutum sem við teljum mikilvægt, föt og mat, er erfitt framundan. Sumir óttast reyndar að lifa ekki af jólaverslunina og þeir sem tóra af næstu vikur óttast um sinn hag á nýju ári. Óvissuferðin hjá kaupmönnum er því algjör, rétt eins og hjá flestum landsmönnum.

mbl.is Kaupmenn þrauka fram yfir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stjórnvöld verða að tryggja að verslanir fái sínar vörur fyrir jólavertíðina.

Óðinn Þórisson, 29.11.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Anna Guðný

Já sérstakt þetta með haframjölið. Ég hef getað gengið að minni tegund hvenær sem er í öll þau ár sem ég hef gert hafragraut handa börnunum á morgnana. Stundum eru ekki allar stærðir til en alltaf allavega ein þeirra og yfirleitt tvær. Nú lenti ég í því að tegundi var ekki til. Þurfti að kaupa aðra tegund sem er hundleiðinlegt að vinna með.

Aðeins verið að hugsa siðustu daga, var ekkert góðæri hjá kaupmönnum? Það eru liðnir einir tveir mánuðir og þeir eru komnir á vonarvöl. Kannski getur einhver útskýrt fyrir mér? Voru þeir kannski bara með allt í krít hvort eð er?

Hafðu það gott

Anna Guðný , 29.11.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband