Spillingarfenið kemur í ljós - sofandagangur FME

Æ betur kemur í ljós spillingarfenið í íslensku viðskiptalífi. Málefni Stíms og Giftar gefa innsýn í rotið kerfi þar sem unnið hefur verið kerfisbundið að því að keyra bréf og fjárfestingar upp án innistæðu og þess að nokkur fengi rönd við reist. Hlutur rannsóknaraðilanna hlýtur að verða rannsakaður sérstaklega í því samhengi. Nú verður æ augljósara að Fjármálaeftirlitið var gjörsamlega sofandi á verðinum og gerði ekkert þar sem það átti að vera vakandi og grípa inn í.

Ekki er til of mikils mælst að krefjast þess að þeir sem voru á vaktinni í Fjármálaeftirlitinu víki. Get ekki séð hvernig þeir geti verið traustsins verðir, einkum eftir að þeim var tilkynnt um málefni Stíms, sérstaklega eignarhlut Glitnis í þessu leyndarfélagi. Ef þessir rannsóknaraðilar væru staddir í sömu afglöpum í einhverju öðru landi væru þeir löngu farnir frá sérstaklega. Þarna verður að hreinsa algjörlega út.

mbl.is FME tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innra skipulag bankanna var ábótavant.  Það vita allir sem vilja vita. Ég veit að verklagsreglur voru ekki til eða ekki eftir þeim farið í öllum flýtinum.  Það er alvarlegt en kemur ekki á óvart.  Það detta hins vega af manni allar dauðar..að gæðakerfi FME skuli ekki vera öruggara, skilvirkara og strangara.  Eða var sölumennska bankanna svo snilldarleg að starfsmenn FME urðu blindir af aðdáun?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:29

2 identicon

Já mér finnst hlutur FME í þessari tragedíu allri vera verstur.  Hvernig stendur á því að þeir eru ekki látnir útskýra hvers vegna þessi álagspróf þeirra voru ekki pappírsins virði? FME getur ekki kennt heimskreppunni um því margir voru búnir að vara við að svona gæti farið. Því er ljóst að FME (sem eftirlitsstofnun með heimildir til inngrips en það hefur Seðlabankinn ekki) hlustaði ekki (sem er merki um að viðkomandi starfsmenn FME ráði ekki við starf sitt) eða þeir hafi hlustað en ekki séð að e-ð mikið var að (sem er merki þess að viðkomandi starfsmenn ráði ekki við starf sitt).

Menn verða að átta sig á því að Seðlabankinn er stýritæki. Hann starfar skv. lögum sem Alþingi setur honum. Ef menn eru ósáttir við hvernig hann starfar þurfa menn að breyta lögunum og þar er ábyrgðin alþingismanna. Ég ætla þó ekki að fegra hlut SÍ í þessu klúðri öllu (t.d. að nota ekki bindiskylduna meira) en það var hlutverk FME (sem eftirlitsstofnunar) að grípa inn í rekstur bankanna áður en þetta hrun átti sér stað. Eftir því sem ég best veit þurfti engin þjóð að þola nánast algert hrun bankakerfis síns. Það átti FME að koma í veg fyrir en gerði ekki vegna vanhæfis. Því má ekki gleyma að SÍ átti mann í stjórn FME þannig að sofandahátturinn var í raun kerfislægur.

Leggja þarf FME niður, segja öllum upp og ráða einungis hæfa starfsmenn aftur í nýja ríkisstofnun sem kalla mætti Bankaeftirlitið eða eitthvað slíkt. Eitt er að ráða slappt fólk í mikilvæg störf, alvarlegra er að leyfa því bara að vera áfram í starfi eftir að vanhæfi þeirra hefur komið í ljós. Við sem þjóð höfum ekki efni á þeirri stefnu lengur, hún beið endanlega strand í okt!!

Jón (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 18:15

3 identicon

http://tegis.wordpress.com/2008/11/30/dollar-or-euro/

So what do you think? Should Iceland take on the dollar or the euro? I say, it would be extremely funny if you guys would go for the dollar :). I wish you were =).

Carl-Mikael A. Teglund (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ef þetta dugir ekki til að þingmenn og ríkisstjórn taki við sér og losi sig við stjórn FME þá veit ég ekki hvað þarf til. Þetta er alveg með ólíkindum.

Sævar Finnbogason, 30.11.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband