Skiljanleg ólga á ríkisfréttastofunni

Ég er ekki hissa þó að ólgan blossi upp á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Niðurskurðurinn hjá RÚV hefur mikil áhrif á stöðu fréttastofunnar, sem skv. flestum mælingum, þykir jafnan hafa traustustu, vönduðustu og bestu fréttirnar sem völ er á hérlendis. Gæðin hljóta að minnka við þær aðstæður að álagið lendir á færri starfsmönnum, rétt eins og dagskrá Ríkisútvarpsins verður litlausari þegar svæðisstöðvarnar hætta dagskrárgerð og sinna aðeins því lágmarksverkefni að segja fréttir af útsendingarsvæði sínu.

En þetta eru erfiðir tímar fyrir fjölmiðla. Uppsagnir og niðurskurður verður væntanlega, því miður, eitt helsta fréttaefni fjölmiðlanna af sér sjálfum. Þó allir voni að þetta séu síðustu fréttirnar af umtalsverðum niðurskurði er óttast um hið versta. Dagblöðin eiga í vök að verjast og sjónvarpsstöðvarnar skera niður. Mitt í öllum niðurskurðinum þar sem hádegisfréttirnar voru slegnar af fannst mér samt svolítið sérstakt að sjá Stöð 2 auglýsa nýja Idol-þáttaröð eftir áramótin.


mbl.is Aðför að fréttastofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband