Skrílslæti við Seðlabankann

Mér finnst afar leitt að sjá að fundarmenn á Arnarhóli þurfi að fara út í skrílslæti við Seðlabankann til að tjá skoðanir sínar og þykir það frekar dapurlegt framhald á mótmælunum að undanförnu. Eðlilegt er að spyrja hver standi fyrir þessu áhlaupi á Seðlabankann og vilji fara þessa leið eftir ágæt friðsöm mótmæli. Með þessu eru þeir í raun sviknir illilega sem hafa tekið þátt í mótmælum að undanförnu á málefnalegum forsendum.

Þeim er nú breytt í skrípaleik að vali nokkurra einstaklinga, stofna til skrílslæta að hætti umhverfismótmælenda sem hafa á sér miður gott orðspor. En eflaust var hægt að búast við þessu eftir lætin við lögreglustöðina um daginn. Þeir sem eru ákveðnir í að eyðileggja málefnaleg mótmæli hafa verið duglegir við að ganga lengra og fara fram á sínum forsendum.

Svo voru einhverjir svo auðtrúa að telja að laganeminn hafi verið að tala fyrir hugsunarlegri byltingu eða hvað hún annars sagði í Silfrinu í gær. Eitthvað blaður eins og lætin við Seðlabankann sýna. Þetta var það sem hún meinti á Austurvelli fyrir tæpri viku.

mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

líst ekki á svona framkomu hjá mótmælendum - er ekki til árangurs - bara dapurt

Jón Snæbjörnsson, 1.12.2008 kl. 16:48

2 identicon

Sæll Stefán,

Það er sorglegt að horfa uppá þetta vera að gerast.

Ég vill að lögreglan taki hart á þessu og sýni þessum ÖRFÁA hópi að svona er og verður ekki liðið.
Þessi ÖRFÁI hópur var þegar búinn að eyðileggja mikið fyrir annars ágætum mótmælum með því að reyna að brjótast inná lögreglustöð.
Er viss um að nú séu flestir komnir með nóg og fordæma svona aðför.

Skríll sem veður uppi og heldur að hann tali fyrir hönd þjóðarinnar, mikill misskilningur.

Síðan er allveg rétt að þetta er það sem Katrín boðaði í ræðu sinni á Austurvelli.

Páll Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:55

3 identicon

Íslenska fólkið nýtur stuðnings allra þjóða en ekki íslenska ríkisstjórnin.

Það verður ekki tekið mark á okkur fyrr en búið er að skipa frambærilegt og hæft fólk bæði í Seðlabanka og ríkisstjórn.
Þær kröfur sem eru settar fram af nágrannaþjóðum okkar eru í raun að við eigum að breyta um stefnu, og taka upp heilbrigða stjórnarhætti þar sem gætt er hagsmuna almennings.
Spillinguna í stjórnkerfinu þarf að uppræta og endurreisa lýðræðið.

Staðan á Íslandi núna er eins og Hitler hefði haldið áfram að stjórna Þýskalandi eftir stríðið.
Göring og Göbbels eru ennþá ráðherrar.

Þráseta hins vanhæfa og spillta seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar veldur þjóðinni ómældu tjóni.

Hver dagur sem líður með þessa hörmung hangandi yfir þjóðinni færir landið nær endanlegri tortímingu.


http://www.visir.is/article/20081201/VIDSKIPTI06/376535713

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aTtseWM3RQq8

RagnarA (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:58

4 identicon

Stefán!

"...ágæt friðsöm mótmæli..."??

Eru útifundirnir á Austurvelli "ágæt friðsöm mótmæli" vegna þess að þau hafa nákvæmlega engin áhrif og koma ekki nokkru til skila?  Með öðrum orðum, koma ekki illa við Sjálfstæðisflokkinn??

Hugsanlega má segja að þau hafi einhver áhrif þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins er að nálgast 20%, sem betur fer.  Kannski þetta þýði það að margir þeirra sem kosið hafa Sjáfstæðiflokkinn bara af því að það virtist vera betra heldur en að kjósa einhvern annan flokk fari nú að hugsa sjálfstætt og opni augun og sjái hvurslags einkaklíka þetta er.

Sjálftæðisflokkurinn er búinn að nauðga þýðingu þessa orðs, sjálfstæði, og maður fær það á tilfinninguna að innan flokksins er markmiðið að meining nafns flokksins eigi að vera, flokkurinn sem þarf enga aðra flokka vegna þess að hann ætlar að standa sjálfur um allt og alla og berja alla andstöðu niður.  Það ætti kannski að fara að huga að nafnabreytingu á flokknum og mætti þá jafnvel breyta nafninu í Sjálfsæðissamtökin, eða SS...!!  Eða bara fara alla leið og kalla hann sínu rétta nafni, Fasistaflokkurinn, því frjálshyggja virðist ekki vera frjálshyggja nema hún þóknist Sjálfstæðisflokknum.

Það er sorglegt að lesa þessi skrif ykkar um skríl og skrílslæti og hvað ekki.  Haldið þið ykkur bara áfram inni í ykkar "fjárhúsum" og hneigið ykkur og beygið eftir því sem  forystusauðirnir segja! 

Svo ég nefni nú eitt dæmi þess hversu gáfulegir þeir eru, þá sagði Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra landsins n.b., að þeir sem hefðu varað við stækkun bankakerfissins hérna (bankagerfisins), hefðu ekki nefnt neinar lausnir heldur...!!  Bíddu, hvað er maðurinn að meina??  Fer maðurinn kannski fram á að hann fái lausnir allra mála upp í hendurnar svo hann þurfi ekki að axla ábyrgð á neinu hérna eða hvað?  Er maðurinn ekki hreinlega búinn að missa allt niður um sig?  Nei, Stefán er ekki sammála mér um það, því að einhver skoðanakönnun, skuggaleg könnun sem fór fram á netinu sýndi að meirihluti þjóðarinnar finnst Geir hafa staðið sig vel, þvílíkt rugl og vitleysa!

En Stefán og félagar, haldið þið ykkur endilega við að gagnrýna fólk sem berst fyrir sínu og ykkar líka, á meðan þið mærið "snillingana" sem sigldu þjóðarskútunni í strand og neita að yfirgefa brúnna... 

Illugi Már Jónsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband