Eru þetta bara krakkar sem eru að mótmæla?

Mér finnst svolítið sláandi að sjá að þetta virðast bara vera unglingar sem standa fyrir skrílslátunum í Seðlabankanum. Veit ekki hvaða standard er á þessu hjá þeim, en ef marka má mótmælaspjöldin sem ég sá áðan er þetta ekki á háu plani. Sá eitt en á því stóð: Betra að vera Gay en Geir. Á þetta að vera fyndið?

Þeir sem eru ósáttir við stjórnvöld hljóta að geta mótmælt með málefnalegri hætti eða allavega komið með skilaboð sem eitthvað vit er í. Það sem nú gerist við Seðlabankann er frekar ómálefnalegt. Ofbeldi leysir engan vanda.

Annars hefur mér alltaf fundist eitthvað bogið við þá sem skreyta sig sem friðarsinna en beita ofbeldi þegar á reynir.

mbl.is Reynt að fá fólk út með góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mótmælendurnir eru fanrir úr bankanum. Það eru nú öll skrílslætin og allt ofbeldið. Varst þú aldrei ungur maður annars?

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: brahim

Eftir skrifum þínum að dæma þá varst þú ekki viðstaddur þessi mótmæli, heldur virðist þú dæma út frá lítilli mynd á mbl.is. Og samkvæmt því ertu að gefa þér eitthvað sem þú veist ekkert um, þar að segja hvort um ungmenni eða fullorðið fólk hafi verið um að ræða. Sjálfsagt voru einhver ungmenni þarna. En það hafa allir sinn rétt hvort sem þeir eru ungmenni eða teljast til fullorðinna. Bið þig að lesa blogg hjá einum sem kallar sig Liberal. Og endilega kommenteraðu á það.

brahim, 1.12.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Hlédís

Stefán!   Mér , glænýjum bloggara, skilst að þú sért svona frekar "XD" - Gæti verið misskilningur. Við, þér mun eldri, munum eftir foreldrum okkar koma tárfellandi heim (Táragas var orsökin - ef þú skyldir ekki vita það!) af frægum mótmælafundi 1949. Þar var málefnalega krafan sú að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um inngöngu í NATÓ. Málefnaleg rök hindra ekki ofbeldi valdhafa! Þú mátt trúa því, drengur minn     Unga fólkið sem þú kallar krakka, er orðið þreytt á að vera, ásamt obba þjóðarinnar, hunsað af valdhöfum vikum og mánuðum saman. Við sem eldri erum þekkjum okkar heimafólk - en höldum samt áfram að ströggla.

Með kveðju og von um vaxandi skilning!

Hlédís, 1.12.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvernig viltu að unga fólkið sem hefur sætt ótrúlegu ofbeldi af völdum ráðamanna og spillingarliðinu tjái sig um að framtíð hefur verið rænt og þau sett sem galeiðuþrælar á skuldaskútuna um aldur og ævi. Mér finnst það merki um heilbrigði að þau berjist fyrir framtíð sinni en sitji ekki heima og bloggi á nokkurra mínútna fresti eins og sumir um ástandið. Þetta ástand er nefninlega raunveruleiki en ekki leikrit. Það er um lkíf og dauða að tefla fyrir svo marga sem eru að kikna undan þessum gjörningum ráðamannanna. Það er búið að tala og mótmla friðsamlega. jrefrjast og hrópa en ekkert gerist. Ekkert sem ber þess nokkur merki að á fólk sé hlustað. Og ástandið á bara eftir að versna. Og hvað gerist þá???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 17:59

5 identicon

Skilgreindu "unglingar".

Telur þú að með því að gagnrýna þúsundir manna út frá einu spjaldi, að þú sért málefnalegri en sá sem á slíku spjaldi heldur?

Hvað er ómálefnalegt við það sem gert var fyrir utan seðlabankann?

Af hverju ertu að tala um ofbeldi, þegar ekkert ofbeldi hefur átt sér stað?

Svör óskast.

P.s. það er vinsamleg ábending til þín að ef þú vilt láta taka mark á þér, verður þú að hafa staðreyndir máls þíns réttar... já og wikipedia er fullt af staðreyndavillum ef þú hefur ekki gert þér grein fyrir því ennþá.

Hreggviður Steinsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:01

6 identicon

Já það eru nánast bara einhverjir krakkar sem standa fyrir þessum skrílslátum.

en sjálfsagt einhverjir fullorðnir sem finnst þetta afar sniðugt. 

Það var fréttamaður frá ruv á staðnum og var spurður hvort um skemmdir væri að ræða þá svaraði hún "nei nei það er bara búið að skvetta málningu í andyrið og á veggina". Er það ekki skemmdaverk?

Kristinn M (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:03

7 Smámynd: Bara Steini

Og hverjir eru þeir sem hirða ruslið eftir þetta allt saman.........

UNGA HUGRAKKA FóLKIÐ

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 18:28

8 identicon

Bíddu nú aðeins við ... hefur þú aldrei verið ungur?  Í sögunnar rás hefur það verið töluverð hefð fyrir því að ungt fólk grípi til slíkra aðgerða.  Það má vel vera að lítið hafi verið um fólk á ellilífeyrisaldri sem og fólk yfir fertugt, en það er óþarfi að gera lítið úr mótmælunum með því að benda á það staðreynd að ungt fólk hafi verið í meirihluta. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:29

9 identicon

Hæ, Stefán Friðrik, tókstu ekki eftir því í fréttunum að það var talað við einstæða þriggja barna móður og eldri borgara sem sögðu sannleikann hreint út; hvernig eiga þau að lifa af tekjum sínum? Þau bara geta það ekki. Eru þau skríll? Hluti af mótmælendum var ungt fólk eins og gefur að skilja. Hvað er eðlilegra en að vera róttækur ungur maður eða kona? Segðu mér það.

Nína S (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:39

10 identicon

Nei hættu nú... hvaða ofbeldi var beitt þarna? Er ekki full gróft að kalla það ofbeldi ef einhver neitar að yfirgefa andyri banka, eða kastar eggi í vegg? Hver segir svo að þetta séu allt friðarsinnar þótt þeir vilji Davíð burtu? Þessi skrif eru út í hött hjá þér.

"Þeir sem eru ósáttir við stjórnvöld hljóta að geta mótmælt með málefnalegri hætti eða allavega komið með skilaboð sem eitthvað vit er í." Já... hvað með þær þúsundir manna sem hafa mótmælt friðsamlega á Austurvelli síðustu 2 mánuði? Þú ættir að fara að lesa fréttirnar í staðinn fyrir að blogga bara um þær.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:22

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Ég vil taka það fram að ég hef alltaf verið hlynntur því að ungt fólk taki þátt í pólitík eða verði virkt í þjóðmálaumræðunni. En ég er ekki mjög hrifinn af skrílslátum eða ofbeldi í hvaða mynd sem það er eða skemmi eigur annarra eða ráðist inn í opinberar byggingar. Við sum verðum þá að vera ósammála því.

Sjálfur gekk ég í stjórnmálaflokk mjög ungur og tók virkan þátt í pólitísku starfi allt frá því ég var unglingur þar til ég hætti því fyrir tæpum tveim árum. Fannst komið gott, hvað svo sem síðar verður. En öllum er heimilt að tjá sig og taka virkan þátt, vera sýnilegt. Mér finnst það allt í lagi og hvet alla sem hafa skoðanir til að vekja athygli á þeim.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.12.2008 kl. 23:53

12 identicon

Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að þau video af þessum mótmælum sem ég hef séð minntu mig svolítið á Saving Iceland mótmælin hérna um árið eða tvö.

Hvort það er gott eða slæmt verður hver að dæma fyrir sig.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband