Mikilvægt að lækka laun æðstu embættismanna

Mér líst vel á að ríkisstjórnin ætli að standa fast við fyrri ákvörðun um að lækka laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar þrátt fyrir úrskurð Kjararáðs. Mikilvægt er í ljósi erfiðrar stöðu í efnahagsmálum að skera niður og minnka launakostnað embættismanna, auk þess að breyta eftirlaunalögunum í jákvæða átt. Mér finnst ekki koma til greina að allir embættismenn séu á óbreyttum launum í því ástandi sem nú er uppi og það á að fara yfir alla línuna.

Auk þess finnst mér mikilvægt að þingið velti því fyrir sér að leggja niður aðstoðarmannastöður alþingismanna. Ekki er við hæfi eins og staðan er nú að hafa það kerfi óbreytt. Þingmenn geta sjálfir greitt aðstoðarmönnum laun ef þeir vilja hafa þá í þessu árferði.

mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin taki nú til starfa, einu og hálfu ári eftir að hún var skipuð.  Eða á áfram að láta embættismenn stjórna því litla sem stjórnað er.  Það væri ágætis byrjun að setja kjararáð af og segja þar með: Við stjórnum.  Síðan mætti stjórn og bankaráð Seðlabanka og Fjármálaeftirlits fjúka.  Þá fyrst væri hægt að taka þessa ríkisstjón alvarlega. 

Alli (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:59

2 identicon

Þessi flétta er skólabókadæmi hvernig stjórnvöld reyna að hrista af sér óþægilegt mál með  von um að þjóðin gleymi dæminu í þessu tilviki krafan frá lýðnum að laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar lækki.

Kjararáð hefur ekki lagaheimildir til að framkvæma þennan gjörning sem kom inn á borð þeirra sem var ósk þar um frá ríkisstjórninni. Vissi ríkisstjórnin ekki sem er í forustu fyrir stjórnarliða á alþingi Íslendinga sem er nú einu sinni löggjafarvaldið í landinu hvernig lögin eru sem þeir sjáflir setja ??????? 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Stefán, ég hef sett þetta mál í svolítið annan vinkil.  Gerum okkur mat úr úrskurði Kjararáðs.  Það er vitað mál að lækkir þú launaþakið þá lækka allir þar fyrir neðan.  Á slíku þurfum við ekki  að halda núna.

Vegna þessa setti ég færslu þessa inn.

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.12.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband