Er ekki óþarfi að auglýsa kreppuna í Leifsstöð?

Spjaldið á Keflavíkurflugvelli
Mér brá örlítið þegar ég sá spjaldið margfræga í Leifsstöð um hálfprísalandið Ísland á einni bloggsíðunni í gær. Hélt fyrst að þetta væri grín en svo reyndist ekki vera. Þetta er táknrænt spjald og eflaust ágætt fyrir einhverja að auglýsa sig svona fyrir viðskipti. En er nokkuð hægt að sökkva sér neðar en auglýsa það fyrir ferðamönnum við komuna hingað beint og okkur sjálfum þegar við fljúgum úr landi að við séum í svaðinu. Er ekki nóg sem nóg er?

Kannski verður myndin af hálfprísalandsspjaldinu ein af myndum ársins. Vel má vera. Við erum svosem ekki í neinni stöðu til að neita staðreyndum um að við stöndum illa. En er ekki nóg að allir viti að við séum í svaðinu og þurfum aðstoð þaðan. Er ekki óþarfi að gera út á viðskipti á þeim niðurlægingartóni? Ég held það og fagna því að þetta spjald sé farið og aðeins geymt í minningunni. Á meðan reynum við að horfa fram á veginn, ekki afturábak.

mbl.is Auglýsingaspjöld tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Blessaður Stefán! 

Mér finnst ekki óþarfi að auglýsa kreppuna. Þvert á móti finnst mér þetta snjöll leið til að benda útlendinum á að gera góð kaup á Íslandi. Við þurfum gjaldeyrinn þeirra.

Sindri Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ekki hefur Baugur tapað á því hingað til að auglýsa ódýrt vöruverð. Og afhverju ætti því þessi auglýsing að gera eitthvað lítið úr þjóðinni eða minna á "að við séum í svaðinu" ?

Ég held að það sé ágætt að horfast bara í augu við það, að Ísland er í svaðinu, og við getum allaveganna ekki tapað á því að fá ferðamenn sem eyða gjaldeyri (ekki pappírspeningum útrásarvíkinga) í íslenskum verslunum.

Leið þér betur þegar Ísland var dýrasta land í heimi til að ferðast til, og þeir sárafáu ferðamenn sem virkilega langaði að heimsækja landið, gátu það ekki vegna öfga verðlags (gengis) ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 18:58

3 identicon

Þetta er óþarfa viðkvæmni.  Sem betur fer eru sumir það hugmyndaríkir að reyna að nýta sér stöðuna.  Þetta er staðan.  Bara að viðurkenna það.  Hætta þessum hégóma.  Höfum ekki efni á því.  Vinna svo í að bæta stöðuna.  Þá losnum við sjálfkrafa við svona skilaboð.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:45

4 identicon

Síðustu daga, síðan herferðin var sett upp hafa verið biðraðir við opnun 66N búðarinnar í Leifsstöð, - og sjaldan eða aldrei meiri umferð og sala í Blue Lagoon búðinni.

- En nú er bloggdómstóll götunnar búinn að ákveða að þeir þola ekki að horfa framan í raunveruleikann, sem er einfaldlega sá að krónan er á hálfvirði. Þá skulum við endilega níðast á þeim kaupmönnum sem hafa greiðastan aðgang að þúsundum millilendingar farþega sem geta fært okkur gjaldeyri á silfurfati.

Heimskan borðar börnin sín, og ríður ekki við einteyming.

Helga R. (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband