Séra Gunnar sýknaður - á hann afturkvæmt?

Enginn vafi leikur á því að sýknudómurinn yfir séra Gunnari Björnssyni er mikill áfangasigur fyrir hann og í raun ótrúlega sterk niðurstaða fyrir hann í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið um hann og þessi málaferli síðustu mánuðina. Séra Gunnar fékk þungan dóm í umræðunni í samfélaginu löngu áður en það fór fyrir rétt - í raun verið grafið algjörlega undan mannorði hans.

Þessi dómur er algjör fullnaðarsigur hjá Gunnari og eiginlega ótrúlega eindreginn í hans átt miðað við umræðuna í samfélaginu og lýsingum á aðstæðum frá þeim sem þekktu til málsins. Ég veit ekki hvort séra Gunnar getur snúið aftur til starfa sinna, þó hann myndi vinna málið í Hæstarétti. Þetta er erfitt mál og mjög skaðlegt, bæði fyrir hann og þjóðkirkjuna.

Ég skynja að sumir voru virkilega undrandi á dómnum. Sjálfur átti ég alls ekki von á svo afgerandi sigri Gunnars í héraði, þar sem meira að segja bótakröfum var með öllu vísað frá. Þetta hefur verið áberandi mál í umræðunni og því lýkur ekki með þessum dómi.

mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hummm .. ekki öll kurl komin til grafar þarna,  það er sko víst. Held að þetta eigi eftir að snúast við í Hæstarétti svo framarlega sem lögmenn stúlknanna standa sig ...

katrín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyrði frá fólki sem þekkir til þarna og það sagði mér fyrir nokkrum vikum að það væri sannfært um að Sr. Gunnar yrði sýknaður. Það er hreint út sagt ömurlegt þegar dómstóll götunnar vill helst aflífa menn án dóms og laga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband