Dönsk reiði verður vinarhug yfirsterkari

Mér finnst eiginlega alveg ömurlegt að finna þá reiði og illhug gegn Íslendingum sem kemur fram í greinaskrifunum í Ekstra Bladet. Hugsa Danir almennt svona til Íslendinga, eða er þetta bara aumt hljóð úr horni? Ég trúi því innst inni að norræna samstaðan sé enn til staðar og við hugsum um Skandinavíu sem heild en ekki fimm ólíkar þjóðir sem berjast allar á eigin vegum. Sorgir og sigrar einnar þjóðar verði sameiginleg og þær hjálpist að þegar á reynir. Kannski er barnalegt að telja að allir Danir hugsi hlýlega til Íslendinga, en við verðum að vona það samt innst inni.

Mikið er talað um það núna hversu varanlegur skaði Íslands á alþjóðavettvangi sé. Ég ætla að vona að það taki okkur ekki röskan áratug að ná okkur á strik af þessu bankahruni og niðurlægingunni sem henni hefur fylgt fyrir Íslendinga um víða veröld. Þegar ég tala við erlenda vini á facebook eða msn berst talið alltaf að Íslandi og hvernig staðan sé. Sumir hafa minni skilning en aðrir og tala helst um Ísland sem gjaldþrota sker þar sem allir séu í raun á köldum klaka í allri merkingu þess orðs. Þetta er svolítið sérstakt að upplifa vissulega.

En ég segi það hreint út að ef Norðurlöndin og frændur okkar að fornu og nýju vilja ekki tala vel um okkur eða allavega hugsa vel til okkar í hljóði þá er illa komið. En ég er viss um að þetta lagast, öll él birtir upp um síðir. Vonum það á aðventunni allavega, þó skammdegið sé yfir okkur í svo mörgum skilningi orðsins.


mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ekstrablaðið er ekki hvaða blað sem er. Þeir selja á yfirlýsingum og fyrirsögnum. Í því ljósi er rétt að taka þessa frétt, þótt vissulega sé orðspor okkar viðskiptalífs gersamlega í flórnum.

Gestur Guðjónsson, 3.12.2008 kl. 10:30

2 identicon

Maðurinn minn er danskur svo ég þekki pínulítið til. En staðan er sú að danir þurfa verulega á því að halda að líta niður á eitthvern. Áhverjum einustu jólum sem ég er úti þá talar tengda-afin um að hann hafi hitt einu sinni drykkfeldan Íslending fyrir 30 árum síðan. Svo er mikið talað um Færeyinga hvað þeir borgi mikið með þeim. Við skulum nú ekki minnast á Grænland.  Þeir hafa aldrei komið til Færeyja og verða mjög skemtilaga skrítnir þegar ég tala um hversu yndislega eyjar þær eru.  Og frábært fólk og hvað þeir eru hepnir að haf enþá svona góðar nýlendur.

Þar sem ég er vel mentuð kona sem tala 5 tungumál og hef búið utan íslands og mentað mig í 4 ár, er leitað vel og lengi að eitthverju sem miður getur talist. Ég snerti aldrei meira en eitt vínglas í návist tengdó. 

Mig langar ekki til að búa í danmörku nema ef væri í námunda við háskóla. Háskóla nýlendur eru alltaf með öðrum brag en löndin sjálf. Svolíði afteingdar streðinu og þjóðarþrístingi.

Matthildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:06

3 identicon

Sæll Stefán,

Thú spyrd hvort Danir hugsi svona til okkar upp til hópa...

Nei, sem betur fer ekki.  Hins vegar hefur thad alltaf verid hlutverk Ekstrabladsins ad thyrla upp eins miklu ryki og hægt er, svo fólk hafi eitthvad ad fussa og sveia yfir.  Theim mun meiri reidi og misskilningur, theim mun meiri sala á blødum.

Í mínu umhverfi hér á Mid-Jótlandi er meira um samúd en reidi, kannski vegna thess ad Danir prísa sig sæla ad vera ekki í sømu adstødu....

Hins vegar er thad athygli vert ad Íslendingar telja sig (réttilega) med í Nordurlandasamhengi, en Danir nefna einungis Finnland, Noreg og Svíthjód í thví samhengi.  Svolítid eins og thegar Islendingar tala um Færeyinga (Vinir og frændur, en sjaldan nefndir...)

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

þegar bankakrerfin hrynja annarstaðar eftir að skattfé til þeirra frá stjórnvöldum þrýtur, munu menn gleyma Íslandi eins og skot. að segja að orðspor okkar sé skaðað um alla framtíð er eins og að velja bestu kvikmynd þessarar aldar og hún er varla byrjuð.

Fannar frá Rifi, 3.12.2008 kl. 16:48

5 identicon

Mér er það óskiljanlegt þegar fólk talar um þjóðir sem vini. Meira að segja stjórnmálamenn sem ættu að vita betur.

Þjóðir, sem slíkar, eiga ekki vini, bara hagsmuni.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband