Þörf áminning - mikilvæg skilaboð

Mér finnst það þarft og gott hjá Femínistafélaginu að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi. Slíkt er aldrei of oft gert og mikilvægt að tjá sig hreint út um þau. Ég sé að þar er skilaboðunum að þessu sinni sérstaklega beint að dómurum við Hæstarétt Íslands. Finnst það hið besta mál. Mikið hefur verið talað um að dómar í kynferðisafbrotamálum hér séu alltof vægir og ágætt að beina sjónum að því.

Því miður er það orðin alkunn staðreynd að dómar fyrir kynferðisafbrotamál hér heima eru til skammar, bæði eru þeir alltof vægir og með þeim er ekki staðfest hversu alvarlegur glæpur felst í verknaðinum. Kynferðisafbrot eru auðvita stóralvarlegur glæpur. Sálrænt áfall þeirra sem fyrir því verður gróa aldrei að fullu, sérstaklega þegar í hlut eiga börn.

Þetta eru því góð skilaboð og fínt innlegg í þá umræðu.

mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

get alls ekki verið sammála þér

ég styð heilshugar harðari refsingar kynferðisglæpamanna, ég er einnig mikill jafnréttissinni og má hvergi neitt illt sjá.

En ég bara get ekki verið sammála þessum ósmekklega máta sem feministafélagið setur fram málefni sín. Mér finnst þetta vera dónalegt, heimskar stórfurðulega fullyrðingar settar fram og hver veit nema að fólkið sem þetta bréf sé sennt til sé sjálft fórnarlömb glæpa af þessu tagi. Við búum á íslandi ennþá er það ekki, fjölskyldan þín er ekki að fara að snúa við þér baki ef þér verður nauðgað, ef svo er nær vandinn langt fram yfir glæpinn sem framinn var.

það eru allir, og ég þori að fullyrða að 99% þjóðarinnar eru sammála um að það þurfi að taka harðar á kynferðisglæpum, og engin þörf á svona ósmekklegum bréfum, annað en að minna fórnarlömb kynferðisglæpa á hvað þeir hafa gengið í gegnum.

kari (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband